Starfsreglur tengiliða
1.gr
Skilgreining
- tengiliður tegundar er fulltrúi þess hundakyns sem hann er kjörinn til
- einn tengiliður ksla vera starfandi innan hverrar tegundar
- Tengiliður er kosinn á ársfundi deildarinnar, af eigendum viðeigandi kundakyns
- Tengiliður er trúnaðarmaður stjórnar og starfar í umboði stjórnar
- Tengiliður er jafnframt fulltrúi Hundaræktarfélags Íslands
Kjörgengi
- Til þess að hafa kjörgengi sem tengiliður í Fjár- og hjarðhundadeild verður viðkomandi að hafa verið skráður félagsmaður í HRFÍ í tvö ár samkv. reglum deilda HRFÍ.
- Viðkomandi þarf að eiga hund af því hundakyni sem hann hyggst bjóða sig fram sem tengilið fyrir
- Aðili sem hefur kost á sér í starf tengiliðar skal jafnframt hafa góða þekkingu á hundakyninu og heilsufari þess
Kosning
- Kosning tengiliðar fer fram á ársfundi Fjár- og hjarðhundadeildar
- Fundamenn kjósa á milli þeirra aðila sem gefa kost á sér í starf tengiliðar hverrar tegundar og er sá kosinn sem hlýtur meiri hluta atkvæða - einungis eigendur viðkomandi tegunda eru kostningabærir
- Ef enginn gefur kost á sér í starf tengiliðar tiltekinnar tegundar mun stjórn taka að sér að svara fyrir tegundina
Hlutverk og skyldur
- Tengiliður gegna því hlutverki að miðla upplýsingum um hundakynið til stjórnar, annarra meðlima deilda og annarra áhugasamra
- Tengiliður sér um að miðla upplýsingum frá stjórn til eigenda í sinni tegund
- Tengiliður setur saman sýningarfréttir fyrir vefsíðu deildarinnar sér þess óskað af stjórn eða síðustjóra
- Tengiliðir vinna saman að uppsetningu bása á sýningum félagsins eða öðrum kynningum þar sem hundakyn eru kynnt í nafni félagsins eða deildar og skipuleggja tíma hunda sem eru í kynningarbós hverju sinni
- Tengiliðir sjá um bikaraskil og skráir hjá sér bikarahafa, nafn hunds og eiganda samkvæmt ættbók
- Tengiliður skal koma upplýsingum frá stjórn til eigenda viðkomandi hundakyns, í gegnum samfélagsmiðla, tölvupóst eða það sem við á hverju sinni
- Tengiliðir skulu gæta trúmennsku í störfum sínum, leggja sitt af mörkum til að efla félagið og standa vörð um hagsmuni þess
- Tengiliðir eiga upplýsandi og styðjandi samskipti við félagsmenn og aðra sem leita til hans vegna hlutverks hans sem tengiliður og þeirra starfa sem hann sinnir
- Tengiliðir skulu gæta hlutleysis við fyrirspurnum og umfjöllunum um tegundir. Vísa skal til árangurs á sýningum og niðurstöðum úr heilsufarskönnunum þar sem það á við
- Tengiliðir skulu þekkja lög og reglur og starfa samkvæmt þeim
- Tengiliðir eru stjórn deildarinnar til aðstoðar eftir því sem við á hverju sinni, t.d. ef stjórn óskar eftir ákveðnum upplýsingum um hverja tegund fyrir sig, aðstoð við skipulagðar uppákomur deildarinnar eða að útvega sjálfboðaliða til þess.
6.gr
Skýrsla tegundar
Til viðbótar við hlutverk og skyldur tengiliða sem taldar eru upp í 5 gr skal tengiliður skila inn skýrslu um tegundina á ársfundi Fjár- og hjarðhundadeildar
Skýrsla skal innihalda eftirfarandi þætti:
Brot á tengiliðareglum
Selfosss 15.mars 2022
f.h. stjórnar Fjár- og hjarðhundadeildar HRFÍ
Skýrsla tegundar
Til viðbótar við hlutverk og skyldur tengiliða sem taldar eru upp í 5 gr skal tengiliður skila inn skýrslu um tegundina á ársfundi Fjár- og hjarðhundadeildar
Skýrsla skal innihalda eftirfarandi þætti:
- Það helsta sem gert hefur verið fyrir tegundina síðastliðið ár í leik og starfi, t.d. þáttaka á vinnu- og fjárhunda/eðlis prófum, göngur, hundafimi, fundir og fræðsla
- Stofnstærð tegunfar, sér það vitað
- Hvolpafréttir, fjöldi gota og fjöldi hvolpa í goti
- Hundar sem hafa hlotið titla á árinu
- Heilsufar, augnskoðanir, HD, AD niðurstöður
- Aðrar heilsufarsupplýsingar tegundar
- Sýningarárangur BOB á árinu
- Stigahæsti hundur tegundar
- Innfluttir/útfluttir hundar á árinu
Brot á tengiliðareglum
- Komi fram kvörtun eða kæra vegna starfa tengiliðar skal stjórn Fjár- og hjarðhundadeildar taka slíkt erindi fyrir á stjórnarfundi
- Stjórn Fjár- og hjarðhundadeildar metur í hverju tilfelli fyrir sig hvort ástæða þykir ril að víkja tengilið frá störfum
- Verði það niðurstaða stjórnar að tengiliður sé ekki að sinna sínu hlutverki sem skyldi getur stjórn Fjár- og hjarðhundadeildar vísða honum úr starfi og skipað annann tengilið í hans stað, þar til nýr tengiliður er kosinn á ársfundi
Selfosss 15.mars 2022
f.h. stjórnar Fjár- og hjarðhundadeildar HRFÍ