BRIARD
RÆKTENDUR
Ræktunarnafn: Heydalur's
Ræktandi: Stella Sif Gísladóttir
Netfang: [email protected]
Heimasíða: Heydalur´s
Ræktandi: Stella Sif Gísladóttir
Netfang: [email protected]
Heimasíða: Heydalur´s
Tegundalýsing á Briard:
FCI-Standard N° 113
Tegundahópur 1
Notkun: Fjár-og hjarðhundar/Varðhundar.
Upprunaland: Frakkland
Hæð á herðakamb
Rakkar 62 –68 cm
Tíkur 56 –64 cm
Uppruni/saga
Briard var ræktaður vegna hjarð- og varðhunda eiginleika og á uppruna sinn að sækja til bæjarins Brie í Frakklandi en þaðan kemur nafnið Berger de Brie.
Franski herinn notaði þá einnig í 2 heimstyrjöldum bæði í víglínu með eiganda sínum og til að leita uppi særða hermenn. Fyrsta skjalið sem talað er um Briard er frá 14. Öld en þeir urðu ekki vinsælir fyrr en á 18. Öld á franskri hundasýningu. Briard er einstakur að því leitinu til að hann er hægt að nota við bæði að smala og að halda hjörðinni saman og vernda búfénaðinn og var hann oft skilinn eftir einn með féð og passaði að hvorki þjófar né úlfar tækju það. Í dag er tegundin notuð sem meðferðahundur, sporahundur, lögregluhundur, fjárhundur einnig keppir hann í hlýðni og í hundafimi.
Útlit
Við fyrstu sýn er Briard mjög harðgerður, elegant, vöðva mikill, bráð gáfaður og vökull hundur. Hann er af meðal stærð og á að vera örlítið lengri en hann er hár. Feldurinn er síður með dálítilli ull,yfirfeldurinn á að vera grófur og þurr áferð. Litir eru Gul-brúnn með svarta grímu/yfirborð á trýni og eyrum, svartir, svartir með smá gráu, gráir eða bláir. Hann er með skott sem er J laga og telst það galli ef það er ekki. Einnig eiga þeir að vera með tvöfalda spora af aftan. Lengi vel voru þeir eyrna stífðir en það er ekki leyft í dag.
FCI-Standard N° 113
Tegundahópur 1
Notkun: Fjár-og hjarðhundar/Varðhundar.
Upprunaland: Frakkland
Hæð á herðakamb
Rakkar 62 –68 cm
Tíkur 56 –64 cm
Uppruni/saga
Briard var ræktaður vegna hjarð- og varðhunda eiginleika og á uppruna sinn að sækja til bæjarins Brie í Frakklandi en þaðan kemur nafnið Berger de Brie.
Franski herinn notaði þá einnig í 2 heimstyrjöldum bæði í víglínu með eiganda sínum og til að leita uppi særða hermenn. Fyrsta skjalið sem talað er um Briard er frá 14. Öld en þeir urðu ekki vinsælir fyrr en á 18. Öld á franskri hundasýningu. Briard er einstakur að því leitinu til að hann er hægt að nota við bæði að smala og að halda hjörðinni saman og vernda búfénaðinn og var hann oft skilinn eftir einn með féð og passaði að hvorki þjófar né úlfar tækju það. Í dag er tegundin notuð sem meðferðahundur, sporahundur, lögregluhundur, fjárhundur einnig keppir hann í hlýðni og í hundafimi.
Útlit
Við fyrstu sýn er Briard mjög harðgerður, elegant, vöðva mikill, bráð gáfaður og vökull hundur. Hann er af meðal stærð og á að vera örlítið lengri en hann er hár. Feldurinn er síður með dálítilli ull,yfirfeldurinn á að vera grófur og þurr áferð. Litir eru Gul-brúnn með svarta grímu/yfirborð á trýni og eyrum, svartir, svartir með smá gráu, gráir eða bláir. Hann er með skott sem er J laga og telst það galli ef það er ekki. Einnig eiga þeir að vera með tvöfalda spora af aftan. Lengi vel voru þeir eyrna stífðir en það er ekki leyft í dag.
Eðli
Briard er með mismikið fjár og varð eðli og gott er að skoða vel hvort foreldrarnir koma af miklum vinnu línum eða varðlínum. Þeir eru aðvitað misjafnir eins og þeir eru margir en þá þarf alla að umhverfisþjálfa vel frá 4 vikna til 2ggja ára, þeir taka hræðslu tímabil þar sem brunahanar og plastpokar eru rosa scary þá skiptir máli að venja þá við ef það er gert vel þá áttu hinn fullkomna hund. Þeir eru mjög húsbóndahollir og vilja vera með fjölskyldunni sinni,þar sem þú ert þar er hundurinn yfirleitt(jafnvel á klósettinu) Þó þeir séu stórir þá fer ekki mikið fyrir þeim heima við. Briard er yfirleitt mjög barn góður hundur og sækir mikið í börn en passa þarf að börnin sýni honum virðingu og fari ekki yfir hans mörk, þeir geta verið klaufar/brussur í leik og geta auðveldlega óvart meitt því er ekki mælt með því að ung börn séu að leika við þá án umsjónar fullorðins einstaklings. |
Feldhirða
Briard er með mikinn feld og þarf að hirða hann vel. Mælt er með að bursta yfir feldinn daglega og baða á 3-6 vikna fresti. Þeir fella ekki feldinn og myndast því mjög slæmir flókar einu hárin sem sjást á gólfinu eru þau sem safnast í hornin. Hentar því Briard mörgum þeim sem hafa ofnæmi þó er mælt með því að hitta fullorðin hund til að vera viss um að einstaklingur fái ekki ofnæmisviðbrögð. Klippa þarf neglur á 2-4 vikna fresti(ekki gelyma tvöföldu sporunum að aftan) og raka undan þófum.
Heilsa
Briard er yfir höfuð frekar heilsuhraust tegund. Þær heilsufarskröfur sem eru á tegundinni eru að mjaðmamynda A-C mjaðmir leyfðar og augnskoðun á 2ggja ára fresti. Meðal aldurinn á íslandi er í kringum 10 ára og eru þeir flestir nokkuð heilsuhraustir fram á síðasta dag. Gæta þarf að eyru séu ekki rök þar sem þau eru feld mikil og ef það liggur raki að þeim getur myndast eyrnabólga.
Þjálfun/Hreyfing
Briard þarf ekki mikla hreyfingu og er sáttastur að vera bara með eigandanum en getur vel hreyft sig og hefur gaman af. Notaðir sumstaðar í Björgunarsveitum og löggæslu einnig í Hundafimi og hlýðni. Ekki skal hreyfa Briard mikið fyrsta árið á meðan mjaðmir eru að þroskast og ekki hlaupa eða æslast í stigum og á sleypum flötum. Mælt með 5 mín hreyfingu í senn fyrir hvern mánuð fram að 12 mánaða.
Briard er með mikinn feld og þarf að hirða hann vel. Mælt er með að bursta yfir feldinn daglega og baða á 3-6 vikna fresti. Þeir fella ekki feldinn og myndast því mjög slæmir flókar einu hárin sem sjást á gólfinu eru þau sem safnast í hornin. Hentar því Briard mörgum þeim sem hafa ofnæmi þó er mælt með því að hitta fullorðin hund til að vera viss um að einstaklingur fái ekki ofnæmisviðbrögð. Klippa þarf neglur á 2-4 vikna fresti(ekki gelyma tvöföldu sporunum að aftan) og raka undan þófum.
Heilsa
Briard er yfir höfuð frekar heilsuhraust tegund. Þær heilsufarskröfur sem eru á tegundinni eru að mjaðmamynda A-C mjaðmir leyfðar og augnskoðun á 2ggja ára fresti. Meðal aldurinn á íslandi er í kringum 10 ára og eru þeir flestir nokkuð heilsuhraustir fram á síðasta dag. Gæta þarf að eyru séu ekki rök þar sem þau eru feld mikil og ef það liggur raki að þeim getur myndast eyrnabólga.
Þjálfun/Hreyfing
Briard þarf ekki mikla hreyfingu og er sáttastur að vera bara með eigandanum en getur vel hreyft sig og hefur gaman af. Notaðir sumstaðar í Björgunarsveitum og löggæslu einnig í Hundafimi og hlýðni. Ekki skal hreyfa Briard mikið fyrsta árið á meðan mjaðmir eru að þroskast og ekki hlaupa eða æslast í stigum og á sleypum flötum. Mælt með 5 mín hreyfingu í senn fyrir hvern mánuð fram að 12 mánaða.