• Heim
  • FRÉTTIR
    • ELDRI FRÉTTIR
  • UM DEILDINA
    • STJÓRN OG TENGILIÐIR
    • ÁRSSKÝRSLUR
    • FUNDARGERÐIR
    • STARF TENGILIÐS
  • HEILSUFARSKRÖFUR
  • SMALAEÐLIS- OG FJÁRHUNDAPRÓF
  • DEILDARSÝNINGAR
  • TEGUNDIR
    • AUSTRALIAN CATTLE DOG
    • AUSTRALIAN SHEPHERD
    • BEARDED COLLIE
    • BEAUCERON
    • BORDER COLLIE
    • BRIARD
    • COLLIE ROUGH
    • COLLIE SMOOTH
    • OLD ENGLISH SHEEPDOG
    • PEMBROKE WELSH CORGI
    • SHETLAND SHEEPDOG
    • WHITE SWISS SHEPHERD DOG
Fjár - og hjarðhundadeild HRFÍ

fRÉTTIR

Stigahæstu hundar fjár og hjarðhundadeildar 2022
Hér fyrir neðan er hægt að skoða lista yfir stigahæstu hunda, ræktendur, öldunga, ungliða og vinnuhunda deildarinnar.
Við óskum öllum til hamingju með árángurinn!

Picture
Smalaeðlispróf 3.12.2022
​Smalaeðlispróf (NHAT (Natural herding aptidute test) fór fram 3.desember 2022.
12 hundar tóku þátt af 6 tegundum.
5 Border collie, 1 Australian shepherd,
2 Australian cattledog, 2 Berger de beauce, 1 Shetland sheepdog og 1 Welsh corgi pembroke. Allir hundar stóðust prófið. Það er talsverð vinna að setja upp svona próf og þarf að fylgja reglum FCI í hvívetna. Það má aðeins fara með 4 hunda í hverjar 10 kindur og þurfti því 30 kindur til að prófa þessa 12 hunda. Að auki þurfti að manna 8 stöður í skapgerðarmati, og 3 hunda. Guðrún S. Sigurðardóttir lagði til kindurnar og alla umgjörð og aðstöðu, naut hún aðstoðar sinna hunda við að skipta um hópa.
Dómari var María Dóra Þórarinsdóttir og ritari Björn Jóhann Steinarsson en hann var jafnframt dómaranemi í þessu prófi.
Ég vil fyrir hönd Fjár og hjarðhundadeildar þakka öllum sem komu að undirbúningi og vinnu hjartanlega fyrir hjálpina. Hún var ómetanleg. Til að toppa daginn var veðrið yndislegt eins og meðfylgjandi myndir sýna. Dýrheimar styrktu prófið með verðlaunum og færum við þeim bestu þakkir.

Hundarnir sem tóku þátt eru eftirfarandi.

Hópur 1
Orku Lotta    Border collie       IS28334/20
Orku A Star is Born   Border collie    IS27769/20
Orku Vonar Birta   Border collie   IS25525/19
Orku Volcano Sól   Border collie   IS30957/21

Hópur 2
Lucky For You Lord Ote Chat Border collie    MET4735/22
Ruby Shine Rachel Bella  Welsh corgi     IS26947/19
Víkur Can‘t Help Falling In Love Australian Shepherd  IS33806/22
Bláfelds Time To Surprise  Shetland Sheepdog  IS27174/19

Hópur 3
Orku Máni    Border collie   IS26099/19
Conan My Daredevil   Berger de beauce  IS28091/20
Fjallahrings Klettaskora  Australian cattle dog  IS24576/18
Cincinnati Gitigaro   Berger de beauce  IS29516/21

Hópur 4
Wiser‘s Top Gun  Australian cattle dog  IS31955/22
​
Úrslit frá deildarsýningu Fjár- og Hjarðhundadeildar 16.júlí 2022
Betra seint en aldrei! Hér koma úrslit frá deildarsýningunni okkar síðast liðin 16. júlí.

Best in show
1 Shetland sheepdog - Moorwood Special Bookmaker
2 Briard - Heydalur's Jon Snow
3 Australian Shepherd - Víkur Dreams Do Come True
4 White  swiss shepherd - Gunnarsholts Happy Hour

BIS junior
1 White swiss shepherd - Gunnarsholts Happy Hour
2 Bearded Collie - Pure Icelandic Another One Bites the Dust
3 Shetland Sheepdog - Undralands Dögg
4 Australian Shepherd – Víkur Red Ruby


BIS Vet
1 Briard - Trésor De Brie Plato Noir Lk
2 Australian shepherd – Víkur American Beauty
3 Border collie - Heimsenda Hugbrún HIT

BIS Ræktunarhópur
1 White swiss shepherd – Gunnarholts ræktun
2 Border collie – Orku ræktun
3 Australian shepherd – Víkur ræktun

BIS baby
1 Shetland sheepdog - Bláfelds Iðunn

Besti hvolpur
1 Border collie - Orku My precious Dalía

Sæunn ýr tók fyrir okkur frábærar myndir sem hægt er að nálgast hér https://drive.google.com/drive/folders/1BYrlcNIB0GENdJhZEj5RBwN7fo8hi8Fy?usp=sharing

Þökkum við öllum kærlega fyrir.
Picture
Deildarsýning Fjár og hjarðhundadeildar 2022
​

Deildarsýning Fjár og hjarðhundadeildar verður haldinn þann 16. júlí 2022 í Lystigarðinum í Hveragerði. Dómari verður Karen Mc Devitt frá Írlandi.
Búið er að opna fyrir skráningu og fer hún í gegnum hundavefinn 
(Https://www.hundavefur.is/hrfi/public/openIndex?ARTICLE_ID=23) 
Picture

Ársfundur Fjár og hjarðhundadeildar
verður haldinn í Síðumúla15, 
miðvikudaginn 30.mars 2022 og hefst kl 20.00.



Á dagskrá eru hefðbundin ársfundarstörf.
• Kosning fundarstjóra og ritara
• Skýrslur tengiliða
• Ársskýrsla stjórnar
• Ársuppgjör frá gjaldkera
• Kosning um reglur tengiliða tegunda (Hægt er að lesa þær hér)
• Tillaga að breytingu á stigagjöf (Hægt er að skoða stigatöfluna hér)
• Kosningar tengiliða tegunda
• Kosning stjórnarmeðlima. Þrjú sæti eru laus til tveggja ára.
• Stigahæstu sýninga og vinnuhundar í öllum flokkum verða heiðraðir
• Önnur mál

Samkvæmt reglum um ræktunardeildir er stjórn skipuð fimm stjórnarmeðlimum og eru þeir kosnir til 2 ára, tveir og þrír í senn. Kjósa þarf um þrjú sæti í stjórn Fjár – og hjarðhundadeildar. Úr stjórn eiga að ganga Elín Lára Sigurðardóttir, Jóhanna Eivinsdóttir og Elena Tryggvason.

Stjórn óskar eftir framboðum frá félagsmönnum þeim er áhuga hafa á að starfa í stjórn  deildar. Þær Elín Lára og Jóhanna eru tilbúnar að gefa kost á sér áfram. Að vinna í slíkri sjálfboðavinnu er skemmtilegt, lærdómsríkt og fjölbreytt, og krefst þess að fólk geti unnið af trúmennsku í góðu samstarfi og lagt sitt af mörkum til að efla félagið og standa vörð um hagsmuni þess. Það er styrkur fyrir deildina að sem flestir gefi kost á sér og að þátttakendur séu með mismunandi sýn og reynslu.  Áhugasamir frambjóðendur geta sent okkur póst á smalahundar@gmail.com.  Heimasíða deildar er: www.smalar.net
Endilega hafið samband við stjórn á netfangið smalahundar@gmail.com ef einhverjar spurningar vakna.
Við stefnum á að hafa fundinn online þótt ekki verði hægt að kjósa rafrænt.

Hlökkum til að sjá  ykkur sem flest!
Kveðja;
Stjórn Fjár- og hjarðhundadeildar 
Picture

Úrslit Deildarsýningar Fjár og hjarðhundadeild 2021
Deildarsýning Fjár-og hjarðhundadeildar var haldinn þann 16 október 2021. 
Við viljum þakka Dýrheimum, Ólöf Gyða Risten og hjónum á Sunnhvolli kærlega fyrir

Best in show
BIS Islands Shelties Everdeen (Shetland Sheepdog)
BIS2 Alcazar Dream Blue Venus At Heimsenda (Australian Shepherd)
BIS3 Lucky for You Blue Dark Side of The Sky (Border collie)
BIS4 I-Major-Meiko Du Royaume Des Crocs (White Swiss Shepherd)

Best in show Junior
BISJUN 
Heimsenda Blá Þyrnir (Australian shepherd)
BISJUN2 Northern Star Dilorini (Briard)
BISJUN3 Kirkjufells Special Legacy (Shetland sheepdog)
BISJUN4 Austurmúla Brúnó (Border collie)

Best in show Veteran 
BISVET 
Lucky for You Blue Dark Side of The Sky (Border collie)
BISVET2 I-Major-Meiko Du Royaume Des Crocs (White swiss shepherd)
BISVET3 Vikur American Beauty (Australian shepherd)


Best in show Baby
BISBABY Undralands Dögun (Shetland sheepdog)
BISBABY2 Pure Icelandic A Day At The Races With Memorylane (Bearded collie)
BISBABY3 Gunnarsholts Fancy Pants (White swiss shepherd)
BISBABY4 Víkur dark chocolate (Australian shepherd)

Best in show Puppy
BISPUPPY Bláfelds Karli (Shetland sheepdog)
BISPUPPY2 Gunnarsholts Easier said than Done (White swiss shepherd)

BISPUPPY3  Ishruna Bonnie Parker (Australian shepherd)
BISPUPPY4 Orku volcano Sól (Border collie)



Besti ræktunarhópur sýningar
Víðigerðisræktun
Besti afkvæmahópur sýningar
Orkuræktun



Deildarsýning Fjár-og Hjarðhundadeild 2021
Nú fer að skella á fínu deildarsýninguna okkar.
Frábær skráning var á sýninguna og alls eru 103 hundarskráðir.

Það verður veitingarsala á svæðinu en við viljum vekja athygli á að það verður einungis hægt að greiða með pening

Staðsetning: Reiðhöll að Sunnuhvoli Ölfusi, 
Dómari: 
Marianne Baden fra Danmörku
Dómari ungra sýnenda : Ingunn Ómarsdóttir


Dagskrá

Hringur 1 byrjar klukkan 09:00
​Australian shepherd (38)
​Briard (4)
*Hádegishlé til 12:30*
Bearded collie (6)
Beauceron (3)
Collie Rough (2)
​Shetland sheepdog (20)
​White swiss shepherd (7)
Border Collie (21)
Australian cattle dog (1)
Welsh corgi pembroke (1)

Hringur 2 byrjar klukkan 12:00
Ungir sýnendur
Yngri flokkur (6)
​Eldri flokkur (7)

Áætluð úrslit 17:00

​

Hlökkum til að sjá alla og óskum öllum góðs gengis! :)
Picture
Smalaeðlispróf 
​Stefnt er á að halda smalaeðlispróf laugardaginn 30. október.
​Prófið verður haldið að Skála í Grímsnesi. Prófdómari að þessu sinni er hún María Dóra.
Einungis 12 hundar komast að og fer skráningin fram á skrifstofu HRFÍ. Skráningargjaldið er 6.900kr á hund. 
Picture


Deildarsýning Fjár og hjarðhundadeildar 2021 
Deildarsýning Fjár og hjarðhundadeildar 2021 verður haldin þann 16. október í reiðhöllinni á Sunnuhvoli í Ölfusi.
Boðið verður einnig upp á keppni ungra sýnenda í báðum aldursflokkum,
afkvæmahópa og ræktunarhópa.

Dómari verður Marianne Baden fra Danmörku.
Dómari í keppni ungra sýnenda verður Ingunn Ómarsdóttir

Búið er að opna fyrir skráningar! Athugið skráningafrestur er til 23:59 þann 10. október.
skráning fer fram í gegnum hundeweb https://www.hundeweb.dk/dkk/public/openIndex?ARTICLE_ID=160&session_locale=en-en



Ársfundur 01.06.2021 
Þá er ársfundi deildar lokið en hann fór fram á skrifstofu HRFÍ þann 1.júní sl.  Fámennt en góðmennt var á fundinum og var í fyrsta skipti boðið upp á streymi í gegnum fjarfundabúnaðinn Zoom sem gekk bærilega fyrir sig.

Breytingar urðu á stjórn deildar að þessu sinni. Svava Björk Ásgeirsdóttir og Birna Sólveig Kristjónsdóttir gáfu hvorugar kost á sér til áframhaldandi stjórnarsetu, Svava Björk eftir þriggja ára setu í stjórn og Birna eftir tveggja ára setu í stjórn. Jónína Guðmundsdóttir, ákvað að ganga úr stjórn eftir eins árs setu í stjórn og gaf ekki kost á sér til áframhaldandi stjórnarsetu. Þeim er öll  þakkað kærlega fyrir vel unnin störf í þágu deildar.  Kosið var um þrjú sæti, eitt sæti til eins árs og tvö sæti til tveggja ára. 
 
 
Edward Birkir Dóruson bauð sig fram og tók til máls á fundinum og kynnti sig. 
Guðrún Th.Guðmundsdóttir bauð sig fram og Svava Björk, ritari fundarins, las upp stutta kynningu fyrir hennar hönd, í hennar fjarveru.  Edward og Guðrún voru bæði sjálfkjörin inn í stjórn deildar, hvort um sig til tveggja ára og var það samþykkt af fundinum með lófaklappi. 
 Elena Tryggvason bauð sig fram á fundinum til starfa í stjórn til eins árs og var það samþykkt með lófaklappi. 

Kosningar tengiliða fóru fram eins og síðastliðin ár og samþykkt var á fundinum að eftirfarandi tengiliðir haldi áfram störfum:
  • Jóhanna Magnúsdóttir fyrir australian cattle dog.
  • Fyrir beauceron er áfram Jóhanna Eivinsdóttir.
  • Fyrir bearded collie er áfram Ástríður Magnúsdóttir.
  • Tengiliður border collie er áfram  Guðrún Sigurðardóttir.
  • Fyrir briard er Stella Sif Gísladóttir.
  • Fyrir collie rough/smooth er áfram Guðríður Magnúsdóttir.
  • Tengiliður fyrir shetland sheepdog  er áfram Lilja Dóra Halldórsdóttir.
  • Elena Tryggvason gaf áfram kost á sér fyrir welsh corgi pembroke.
  • Fyrir white swiss shepherd dog er áfram Hjördís Helga Ágústsdóttir.
  • Silla Rósa Dal Christensen gaf ekki kost á sér til áframhaldandi starfa fyrir australian shepherd.
  • Ragnheiður Arnardóttir gaf kost á sér fyrir australian shepherd og var hún kosin á fundinum.
  • Ekki hefur enn tekist að fá til starfa tengilið fyrir tegundina old english sheepdog. 
 Ársskýrslur tengiliða fyrir árið 2020 eru aðgengilegar hér á síðunni sem og aðrar fundargerðir og eru félagsmenn hvattir til að kynna sér þær. 

Stjórnin vann markvisst að því á starfsárinu að setja saman starfsreglur fyrir tengiliði tegunda. Deildin átti í fórum sínum eldri reglur sem hafa verið til viðmiðunar fyrir störf tengiliða en sökum fenginnar reynslu á starfsárinu var ákveðið að tímabært væri að endurmeta þær reglur og koma þeim í betri farveg og gera þær skýrari. Reglurnar voru settar fram í þeim tilgangi að tengiliðir hafi skýrari reglur um starf sitt og betra verklag. Drög að reglunum litu dagsins ljós í vetur og voru birtar í mars fyrir félagsmenn til kynningar. Óskað var eftir að félagsmenn kynntu sér þær fyrir ársfundinn svo hægt væri að kjósa um þær á þeim fundi. Jónína, fráfarandi formaður, las yfir drögin.  Miklar umræður sköpuðust um drögin og voru ábendingar nokkrar.  Samþykkt var að ný stjórn tæki ábendingarnar til skoðunar og færi betur yfir drögin.  

Stigahæstu vinnuhundar í öllum flokkum voru  heiðraðir

Eftirfarandi hundar voru heiðraðir fyrir árangur sinn á vinnuprófum á vegum Vinnuhundadeildar:
Hlýðni Brons – 171 stig – Islands Shelties Everdeen, shetland sheepdog – IS24857/18. Stjórnandi hunds: Erlen Inga Guðmundsdóttir
Hlýðni 1 – 193,5 stig Hugarafls Hróður, border collie – IS20995/15. Stjórnandi hunds: Elín Lára Sigurðardóttir
Hlýðni 2- 188,5 stig, Ibanez White Shepherd Fjalladís, white swiss shepherd,- IS24111/17. Stjórnandi hunds: Þórhildur Bjarmarz
Hlýðni 3- 287,5 stig, Ibanez White Shepherd Fjalladís, white swiss shepherd,- IS24111/17. Stjórnandi hunds: Þórhildur Bjarmarz
Spor 1 – 80 stig- Undralands Once Upon A Time, shetland sheepdog, IS26310/19. Stjórnandi hunds: Erna S. Ómarsdóttir
Spor Elite- 100 stig, Ibanez White Shepherd Fjalladís, white swiss shepherd,- IS24111/17. Stjórnandi hunds: Þórhildur Bjarmarz
Innilegar hamingjuóskir með frábæran árangur! 

Fráfarandi stjórn vill nota tækifærið og þakka fyrir sig, með bestu óskum um gott gengi hjá nýrri stjórn! 

​
​









Ársfundur Fjár – og hjarðhundadeildar 2021
Ársfundur deildarinnar verður haldinn í Síðumúla 15, þriðjudaginn 1.júní 2021 og hefst kl.
20.00.


Dagskrá:
· Kosning fundarstjóra og ritara
· Skýrslur tengiliða
· Ársskýrsla stjórnar
· Ársuppgjör frá gjaldkera
· Kosning um reglur tengiliða tegunda
· Kosningar tengiliða allra tegunda
· Kosning stjórnarmeðlima. Þrjú sæti eru laus til tveggja ára.
· Stigahæstu vinnuhundar í öllum flokkum verða heiðraðir
· Önnur mál

Á fundinum verður kosið um nýjar reglur tengiliða tegunda en reglurnar hafa verið birtar á
heimasíðu deildarinnar, sjá hér að neðan, og á Facebooksíðu. Við hvetjum alla félagsmenn að
kynna sér efni reglnanna og nýta kosningarétt sinn.

Samkvæmt reglum um ræktunardeildir er stjórn skipuð fimm stjórnarmeðlimum og eru þeir
kosnir til 2 ára, tveir og þrír í senn.
Kjósa þarf um þrjú sæti í stjórn Fjár – og hjarðhundadeildar.
Svava Björk Ásgeirsdóttir lætur af störfum eftir þriggja ára setu í stjórn og Birna Sólveig Kristjónsdóttir lætur af störfum eftir tveggja ára setu í stjórn. Einnig hefur núverandi formaður, Jónína Guðmundsdóttir, óskað eftir því að láta af störfum eftir eitt ár í
starfi.
Þeim er öllum kærlega þakkað sitt framlag til deildarinnar og óskað velfarnaðar í sínum
verkefnum.

Stjórn óskar eftir framboðum frá félagsmönnum þeim er áhuga hafa á að starfa í stjórn 
deildar. Að vinna í slíkri sjálfboðavinnu er skemmtilegt, lærdómsríkt og fjölbreytt, og krefst
þess að fólk geti unnið af trúmennsku í góðu samstarfi og lagt sitt af mörkum til að efla
félagið og standa vörð um hagsmuni þess.
Það er styrkur fyrir deildina að sem flestir gefi kost á sér og að þátttakendur séu með mismunandi sýn og reynslu. 
Áhugasamir frambjóðendur geta sent okkur póst á smalahundar@gmail.com. 
Endilega hafið samband við stjórn á netfangið smalahundar@gmail.com ef einhverjar
spurningar vakna.

​Hlökkum til að sjá ykkur sem flest!

Kveðja;
Stjórn Fjár- og hjarðhundadeildar





ATHUGIÐ! ÁRSFUNDI FRESTAÐ!
Í ljósi nýjustu aðgerða almannavarna v. covid-19 verðum við að fresta ársfundi deildar sem var á dagskrá þann 25.mars, um óákveðinn tíma.
Farið varlega og gleðilega páska.
Kveðja, stjórn Fjár - og hjarðhundadeildar




Starfsreglur tengiliða tegunda 


Á komandi ársfundi, þann 25.mars nk. verður kosið um starfsreglur tengiliða tegunda. Vinsamlegast kynnið ykkur tillöguna að uppfærðum starfsreglum tengiliða innan Fjár - og hjarðhundadeildar. 
Þær má finna hér 











​Ársfundur Fjár – og hjarðhundadeildar 2021- ATH!  frestað um óákveðinn tíma

Ársfundur deildarinnar verður haldinn í Síðumúla 15 fimmtudaginn 25.mars 2021 og hefst kl.20.00.

Á dagskrá eru hefðbundin ársfundarstörf.
  • Kosning fundarstjóra og ritara
  • Skýrslur tengiliða
  • Ársskýrsla stjórnar
  • Ársuppgjör frá gjaldkera
  • Kosning um reglur tengiliða tegunda
  • Kosningar tengiliða allra tegunda
  • Kosning stjórnarmeðlima. Þrjú sæti eru laus til tveggja ára.
  • Stigahæstu vinnuhundar í öllum flokkum verða heiðraðir
  • Önnur mál
Samkvæmt reglum um ræktunardeildir er stjórn skipuð fimm stjórnarmeðlimum og eru þeir kosnir til 2 ára, tveir og þrír í senn. Kjósa þarf um þrjú sæti í stjórn Fjár – og hjarðhundadeildar. Svava Björk Ásgeirsdóttir lætur af störfum eftir þriggja ára setu í stjórn og Birna Sólveig Kristjónsdóttir lætur af störfum eftir tveggja ára setu í stjórn. Einnig hefur núverandi formaður, Jónína Guðmundsdóttir, óskað eftir því að láta af störfum eftir eitt ár í starfi. Þeim er öllum kærlega þakkað sitt framlag til deildarinnar og óskað velfarnaðar í sínum verkefnum.

Stjórn óskar eftir framboðum frá félagsmönnum þeim er áhuga hafa á að starfa í stjórn  deildar. Að vinna í slíkri sjálfboðavinnu er skemmtilegt, lærdómsríkt og fjölbreytt, og krefst þess að fólk geti unnið af trúmennsku í góðu samstarfi og lagt sitt af mörkum til að efla félagið og standa vörð um hagsmuni þess. Það er styrkur fyrir deildina að sem flestir gefi kost á sér og að þátttakendur séu með mismunandi sýn og reynslu.  Áhugasamir frambjóðendur geta sent okkur póst á smalahundar@gmail.com.  Heimasíða deildar er: www.smalar.net
Endilega hafið samband við stjórn á netfangið smalahundar@gmail.com ef einhverjar spurningar vakna.

Hlökkum til að sjá  ykkur sem flest!
Kveðja;
Stjórn Fjár- og hjarðhundadeildar 















​12.02.2021 

Kæru félagar! Gleðilegt nýtt ár og bestu þakkir fyrir það liðna. 
Stjórn vinnur nú að skipulagningu fyrir ársfund 2021 sem er á dagskrá í mars. Fljótlega kemur í ljós hvernig framkvæmdinni verður háttað og dagskrá verður auglýst er nær dregur. 

Ljóst er að kosningar eru framundan um sæti í stjórn sem og munum við kjósa um tengiliði tegunda. Einhverjir tengiliðir hafa boðið sig fram áfram en áhugasamir eru hvattir til þess að bjóða sig fram. 

Kjósa þarf um þrjú sæti í stjórn Fjár – og hjarðhundadeildar.
Svava Björk Ásgeirsdóttir lætur af störfum eftir þriggja ára setu í stjórn og Birna Sólveig Kristjónsdóttir lætur af störfum eftir tveggja ára setu í stjórn. Einnig hefur núverandi formaður, Jónína Guðmundsdóttir, óskað eftir því að láta af störfum eftir eitt ár í starfi.

Stjórn óskar eftir framboðum frá félagsmönnum þeim er áhuga hafa á að starfa í stjórn  deildar. Að vinna í slíkri sjálfboðavinnu er skemmtilegt, lærdómsríkt og fjölbreytt, og krefst þess að fólk geti unnið af trúmennsku í góðu samstarfi og lagt sitt af mörkum til að efla félagið og standa vörð um hagsmuni þess. 

Áhugasamir frambjóðendur geta sent okkur póst á smalahundar@gmail.com 


Stjórnarmeðlimir eru sammála um að samstarfið hafi gengið vel þrátt fyrir fordæmalausa tíma í starfi félagsins og óska þess að starf deildar muni koma til með að halda áfram að blómstra og dafna með nýrri stjórn sem skipuð verður á ársfundinum.

Fundargerð síðasta fundar er komin inn á heimasíðuna fyrir áhugasama. 



Varðandi smalaeðlispróf 2020
 
Á döfinni þetta haustið var að halda smalaeðlispróf líkt og hefur verið gert í gegnum tíðina. Í fyrra komust færri að en vildu og batt stjórn miklar vonir við að geta haldið prófið þetta haustið. Við stefndum á það fram á síðasta dag en nú er ljóst að sökum aðstæðnanna í samfélaginu verður ekki af því þetta árið. Við viljum þakka Guðrúnu S. Sigurðardóttur og Maríu Dóru Þórarinsdóttur sérstaklega fyrir að vera boðnar og búnar, auk annarra sem að hafa boðið fram aðstoð við undirbúning og framkvæmd þessa viðburðar.
 

Kveðja,
Stjórn Fjár – og hjarðhundadeildar



​Stjórn Fjár- og hjarðhundadeildar boðar til ársfundar þann 20. febrúar 2020 kl. 20:00 á skrifstofu Hundaræktarfélags Íslands.
Dagskrá fundarins:
1. Kosning fundarstjóra og ritara
2.  Skýrslur tengiliða
3. Skýrsla stjórnar
4. Ársuppgjör frá gjaldkera
5. Kosningar tengiliða allra tegunda
6. Kosning um breytta stigagjöf innan deildarinnar *
7. Kosning stjórnarmeðlima – kosið er um 3 sæti til 2 ára
    Heidi gekk úr stjórn í byrjun árs þegar hún flutti erlendis. Guðríður og Ólafur Smári gefa
    hvorugt kost á sér til áframhaldandi stjórnarsetu.
8. Önnur mál
 
*
Stjórn barst formleg beiðni þess efnis að skoðað yrði nýtt fyrirkomulag fyrir stigagjöf hunda innan deildarinnar. Með erindinu barst vel útfærð tillaga að reglum um stigagjöf.
Stjórn deildarinnar líst vel á þessa hugmynd og tók í framhaldi þá ákvörðun að leggja málið í hendur félagsmanna til kosningar á ársfundi.
Stjórn notaðist að mestu leiti við þá hugmynd sem send var inn, en gerði á henni smávægilegar breytingar. Þetta nýja stigafyrirkomulag má kynna sér með því að smella HÉR.

Sú umræða hefur margsinnis komið upp að betra væri fyrir deildina að hafa sérstakt stigakerfi, í stað þess að notast eingöngu við stig HRFÍ. Með þessum breytingum ættum við að vera laus við það að verðlauna stigalausa hunda á ársfundi félagsins, þar sem hundar safna stigum fyrir árangur innan tegundar en ekki eingöngu fyrr að ná sætaröðun í úrslitum.
Við hvetjum félagsmenn til að lesa tillöguna yfir og mæta á aðalfundinn til þess að nýta kosningarétt sinn.
 Verði tillagan samþykt mun hún taka gildi samstundis og verða stig ársins 2020 þá reiknuð eftir þessum nýju reglum.
​
Við hlökkum til að sjá ykkur öll!
Með góðum kveðjum;
Stjórn fjár-og hjarðhundadeildar














​Stigahæstu hundar Fjár- og Hjarðhundadeildar HRFÍ árið 2019

Picture
Stigahæsti hundur deildarinnar: 
Multi Ch Kraftbrewds Blossi at Heimsenda – Australian shepherd



Australian Cattle Dog – Fjallahrings Skreppur
Australian Shepherd – Multi Ch Kraftbrewds Blossi at Heimsenda
Bearded Collie – ISCH ISJUCH Heather Mist Howling For You 2
Border Collie – ISCH(U) Orku Icelandic Black Liquorice
Briard – ISCH(U) ISJUCH CIE NORDICCH Edward du Tchibo déEbéne
Shetland Sheepdog – Multi Ch Louanda time after time
Collie Rough –  Steadwyn Blueprint
Collie Smooth - Callip's Callipo

White Swiss Shepherd Dog – Multi Ch Vajra Diamont of Haleys Future

Stigahæsti Öldungur deildar:
Multi Ch Vajra Diamont of Haleys Future - White Swiss Shepherd Dog
ISCH ISVetCH Hugarafls Skrauta HIT – Border Collie
ISCH ISVetCH Heimsenda Heiti Björn HIT – Australian Shepherd
 
Stigahæsti vinnuhundur deildar:
Spor og Hlíðni: Ibanez White Swiss Shepherd Fjalladís - White Swiss Shepherd Dog
 
Stigahæstu ræktendur deildar:
Gunnarsholts ræktun - White Swiss Shepherd Dog
Orku ræktun – Border Collie







​​




















​





DEILDARDAGURINN FÖSTUDAGINN 15.NÓVEMBER 2019 

Staður og stund: Vindhóll í Mosfellsdal, klukkan 18.
Leiðarlýsing: Keyrt upp Mosfellsdal um Þingvallaveg. Beygt til hægri til móts við afleggjarann að Laxnesi, keyrt inn Helgadalsveg þar til komið er að skilti á hægri hönd sem á stendur VINDHÓLL, ekið niður að hvítu stóru hesthúsi/ reiðhöll. Kort hér: https://ja.is/kort/?type=map&page=1&q=vindh%C3%B3ll%20&x=374006&y=409819&z=11&d=hopun%3Ah10064811
Vinsamlegast athugið að skilja hundana ykkar eftir heima að þessu sinni þar sem nóg er að hundar sem verða í kynningunum séu á staðnum með tilliti til annarra dýra á svæðinu :)
Endilega takið fjölskylduna með og vekjum áhuga á vinnu með hundunum okkar! 

 
Dagskrá:
1. Kristinn Hákonarson  kynnir og sýnir smölun á fé með aðstoð border collie hunda.
2. Þórhildur Bjartmarz kynnir og sýnir rallýhlýðni.
3. Elín Lára Sigurðardóttir segir frá og sýnir hlýðnivinnu.
4. Guðrún S. Sigurðardóttir kynnir smalaeðlipróf og fjárhundapróf og segir frá smalaeðliprófi sem fram fór á dögunum.
5. Silja Unnarsdóttir kynnir og sýnir hundafimi.
Röðun kynninga birt með fyrirvara um breytingar.
 
Pizzur frá Domino´s verða til sölu á staðnum og einnig jólapokar fyrir hundana frá Petmark, allur ágóði rennur til fjár – og hjarðhundadeildar! 

Hlökkum til að sjá ykkur sem flest!
Kærar kveðjur; 
Stjórn fjár - og hjarðhundadeildar;
Guðríður Eva, Birna, Svava Björk og Ólafur Smári 



FRÁBÆR ÞÁTTTAKA Í SMALAEÐLISPRÓFINU! 

Smalaeðlispróf fór fram að Skála í Grímsnesi  laugardaginn 19.10.19. Dómari var María Dóra Þórarinsdóttir. Full skráning var í prófið, en alls mættu 12 hundar í próf, 10 border collie hundar, einn white swiss shepherd og einn australian cattle dog.
Prófið fór fram í fyrsta sinn eftir nýjum reglum FCI og gekk vel fyrir sig.
Stjórn Fjár - og hjarðhundadeildar þakkar Guðrúnu S. Sigurðardóttur og Maríu Dóru Þórarinsdóttur fyrir framkvæmdina og öllum þeim sem aðstoðuðu þær.
Ennfremur viljum við þakka Kristni Hákonarsyni fyrir að hafa boðið upp á æfingu og sýnikennslu fyrir þá sem stefndu á próf. Innilega til hamingju til ykkar sem tókuð þátt!
Ljósmyndir: Systa Atla
​Kveðja,
Stjórn Fjár- og hjarðhundadeildar​




​Smalaeðlispróf




Fjár- og hjarðhundadeild HRFÍ stefnir að því að halda smalaeðlispróf að Skála í Grímsnesi laugardaginn 19.10.19. Fyrirvari er á því að næg þáttaka verði og að veður sé hagstætt, ef veðrið er vont verður leitast við að færa prófið um dag/helgi.
Dómari verður María Dóra Þórarinsdóttir. Takmarkaður fjöldi þátttakenda, áhugasamir sendið skráningu á netfangið smalahundar@gmail.com.
Skráningargjald er kr. 4000.

Kristinn Hákonarson mun bjóða upp á æfingu með fé sunnudaginn 6. október í reiðhöllinni á Hvolsvelli. Við hvetjum þá sem hafa áhuga á mæta í eðlispróf að nýta sér það.
Þar verður Kristinn með sýnikennslu og þeir sem koma geta fengið að sýna hundinum fé undir leiðsögn Kristins.
Þeir sem hafa áhuga á að mæta á þessa æfingu eru beðnir um að senda póst á netfang deildarinnar, smalahundar@gmail.com, fyrir kl. 24:00 fimmtudaginn 03.10.19.


Kveðja,
Stjórn Fjár- og hjarðhundadeildar








Sumarhittingur deildarinnar 2019

Næstkomandi Laugardag 11.maí kl. 16 ætlum við að hittast í Sólheimakoti með voffana okkar og öðrum fjölskyldumeðlimum.
Við stefnum að stuttri taumgöngu um nágrennið og endum í kaffi og vöfflum í kotinu í boði deildar.
Vinsamlegast athugið að skilja lóðartíkur eftir heima og skal miða við 5 vikur frá því að tík byrjar að lóða.
Við bendum á að flexi taumar eru ekki æskilegir í taumgöngum vegna slysahættu.

Við hvetjum ykkur eindregið til að mæta, það er orðið alltof langt síðan síðasti gönguhittingur var haldinn og því kærkomið að reyna að halda í hefðirnar en á árum áður var þessi viðburður yfirleitt mjög vel sóttur af deildarmeðlimum. 

Þið finnið viðburðinn á link hérna fyrir neðan, vinsamlegast meldið ykkur á "going" svo við getum áætlað magn veitinga á laugardaginn!
Við biðlum til ræktenda að auglýsa viðburðinn á meðal sinna hvolpakaupenda. Það er undir okkur sjálfum komið að eiga öfluga deild innan félagsins og á svona viðburðum gefst gott tækifæri á að kynnast hvert öðru og bestu vinunum 🐶
Munið eftir taum og kúkapokum.


Kaffi á könnunni, vöfflur og djús :) takið fjölskylduna með 😀


Hlökkum til að sjá ykkur,
Stjórn Fjár- og Hjarðhundadeildar

​


14.04.2019
Heil og sæl kæru meðlimir í fjár- og hjarðhundadeild!
Nú er sannarlega vor í lofti og við hlökkum öll til komandi tíma með hundunum okkar í íslensku sumri!
Stjórn hefur hist á fundi og skipt með sér verkum:
  • Guðríður Eva Þórarinsdóttir er formaður, Ólafur Smári er gjaldkeri, Svava Björk Ásgeirsdóttir er ritari og Birna Sólveig Kristjónsdóttir er meðstjórnandi. 
Fundargerðir stjórnar má finna hér. Netfang deildar er: smalar@gmail.com og hvetjum við ykkur til að senda á okkur línu ef eitthvað er. 

Ljóst er að mikill vilji og áhugi er á að efla og styrkja starf deildarinnar og þar skiptum við öll máli. Efla þarf samstöðu og reyna að koma nýju fólki inn í starf deildarinnar og félagsins alls.
Mikill áhugi er á tegundum í deildinni okkar og stækka sumar tegundir óðum þessa dagana sem er frábært! 
Ákveðið var á fundi að efna til hittings nú á vormánuðum og munum við birta auglýsingu um þann hitting von bráðar.  Deildin hefur oft áður staðið fyrir hittingum af þessu tagi og ávallt heppnast vel og er það von okkar í stjórn að það verði hefð en ekki undantekning að fólk hittist með hundana sína, kynnist og eigi góða stund saman. Við hvetjum ræktendur eindregið til þess að hvetja sitt fólk til að sækja slíka hittinga og kynnast fólki og hundum í deildinni. 

Sýningarárið hefur hafið göngu sína og frábært að geta skráð hundana fram í tímann eins og nú er hægt að gera. Við óskum öllum góðs sýningarárs og hlökkum til að fylgjast með árangri hundanna í deildinni okkar!
Ennfremur viljum við nýta tækifærið og minna á mikilvægi þess að við leggjum okkar af mörkum í tengslum við sýningarnar. Það er ekki hægt að halda sýningar án þess að fólk leggist á eitt við að gera þær að veruleika. Margar hendur vinna létt verk! 

Við höfum hug á að standa fyrir fræðslu /námskeiðum fyrir ræktendur sem og hinn almenna hundaeiganda. Endilega hafið samband ef þið hafið hugmyndir sem þið haldið að gætu orðið að veruleika. 

Tengiliðir tegunda hafa flestir skilað inn ársskýrslum sínum fyrir árið 2018 og hvetjum við ykkur til að lesa yfir þær. Þær má finna hér, ásamt öðrum ársskýrslum deildar.  Við óskum bjóðum nýja tengiliði velkomna til starfa og þökkum fráfarandi tengiliðum vel unnin störf í þágu tegunda. 

Gangi ykkur vel í öllu því sem þið takið ykkur fyrir hendur með ykkar hundum og njótið vorsins og sumarsins! 
Við minnum á facebook hóp deildar en þar setjum við inn fréttir, tilkynningar og myndir til viðbótar við þessa síðu. 

​Með kærum kveðjum;
Stjórn fjár-og hjarðhundadeildar
















Ársfundur Fjár- og Hjarðhundadeildar og Heiðrun stigahæstu hunda ársins 2018

Ársfundur deildarinnar var haldinn fimtudaginn 14 febrúar, á sama tíma voru stigahæstu sýningarhundar deildarinnar heiðraðir.

Mæting var með minna móti en upp spruttu góðar umræður og var mikill hugur í þeim sem mættu að reyna að efla deildina enn frekar og lífga upp á félagsandann.

Hilmar Sigurgíslason sagði af sér úr stjórn deildarinnar eftir farsælt starf til margra ára, honum þökkum við kærlega fyrir vel unnin störf.

Í stjórn sitja núna: Guðríður Eva Þórarinsdóttir, Ólafur Smári, Heidi Line Olsen, Svava Björk Ásgeirsdóttir og Birna Sólveig Kristjónsdóttir (stjórn á eftir að skipta með sér verkum og mun gera það á fyrsta fundi nýrrar stjórnar)

Fundargerð fundarinns má finna hérna á síðunni.

Stigahæstu hundar í deildinni fyrir sýningarárið 2018 voru heiðraði:

Stigahæsti hundur deildarinnar og jafnframt stigahæsti australian sheppherd er
ISCh ISJCh RW17 Allmark La La Land - 18. stig
Eigandi: Herdís Hallmarsdóttir/ Lilja Dóra Halldórsdóttir

Stigahæsti ræktandi 
Gunnarsholt ræktun, White Swiss Shepherd Dog - 30.stig
Hjördís H. Ágústsdóttir og Anna Þórunn Björnsdóttir

Stigahæsti öldungur
ISCh VDHCh VDHJCh VA1 DEW13 RW17 RW18 NLM ISVetCh Vajra Diamont of Haely´s Future (White Swiss Shepherd Dog) - 32. stig
Eigandi: Hjördís H. Ágústsdóttir og Anna Þórunn Björnsdóttir

Stigahæstu hundar tegunda í Fjár-og hjarðhundadeildar 2018: 
1. ISCh ISJCh RW17 Allmark La La Land (Australian Shepherd) 18.stig
2. CIB ISCh VDHCh VDHJCh VA1 DEW13 RW17 RW18 NLM ISVetCh Vajra Diamont of Haely´s Future (White Swiss Shepherd Dog) 14.stig
3. ISCh AUCh DKCh FICh SECAH SEV17 Louanda Time After Time (Shetland Sheepdog) 6.stig
4. CIB ISCh Heimsenda Hugmynd HIT ( Border Collie) 4. stig ISshChOrku Icelandic Black Liquorice (Border Collie) 4.stig
5 Heather Mist Howling For You (Bearded Collie) 4. stig
6. Dragonjoy Sun Dancer Welsh Corgi Pembroke 2. stig
7. ISCh Callip's Callipo Collie, smooth 1. stig
8. ISShCh ISJCH RW16-17 Edward du Tchibo d´Ebéne (Briard) 0. stig
9.  Emmy Lou von sturmhohe
 (Australian Cattle) 0.stig

FRÉTTIR 

Uppskeruhátíð fyrir árið 2018 og ársfundi 2019 slegið saman í eitt


Því miður þá vannst ekki tími hjá stjórnarmönnum til þess að halda árshátíð deildarinnar fyrr og því verður þessum viðburðum slegið í eitt að þessu sinni. Við vonum að sem flestir mæti á þetta tvöfalda kvöld, bæði til þessa að heiðra þá sem hæstir standa fyrir árið 2018 og til þess að taka þátt í ársfundinum.
Fundurinn verður haldinn fimtudagurinn 14 febrúar kl 20:00 á skrifstöfu félagsins.

Dagskrá fundarinns:
1. Kosning fundarstjóra og Ritara
2. Viðurkennignar veittar fyrir stigahæstu hunda og ræktendur deildarinnar árið 2018
3. Skýrslur tengiliða
4. Skýrlsa Stjórnar
5. Ársuppgjör frá gjaldkera
6. Kosningar tengiliða allra tegunda
7. Kosning stjórnarmeðlima – kosið er um 2 sæti til 2 ára Hilmar gefur ekki kost á sér áfram Svava gefur kost á sér til áframhaldandi setu
8. Önnur mál



Kveðja,
Stjórn Fjár- og hjarðhundadeildar


---------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

​​

​Úrslit deildarsýningar Fjár-og hjarðhundadeildar  sem haldin var
20. október 2018  að  Sunnuhvoli í Ölfusi.
​Dómari : Beata Petkvica frá Lettlandi.

Picture
BIS 1. CIB ISCh VDHCh VA1 VDHJCh DEW13 RW17 RW18 NL ISVetCh Vajra Diamont of Haely´s Futurs
Picture



Deildarsýningin heppnaðist í alla staði mjög vel og viljum við þakka ykkur öllum kærlega fyrir komuna og aðstoðina við bæði uppsetningu og niðurtöku. Sérstakar þakkir fá þeir aðilar sem styrktu deildina með veglegum verðlaunum: Josera, Pedigree, Royal Canin, Non Stop Iceland, 4Loppur.  Síðast en alls ekki síst fær fjölskyldan að Sunnuhvoli okkar allra bestu þakkir fyrir að bjóða fram húsnæði sitt og taka svo vel á móti okkur. 
Svona glæsilega sýningu er ekki hægt að halda nema vegna þess að fólk er tilbúiðað leggja sitt af mörkum við að styrkja deildina, bæði með vinnu og beinum styrkjum.
 
Besti Ræktunarhópur sýningar:
 
B.RÆKT.H BIS 1 Border Collie, Heimsendaræktun / Bliki, Súla, CIB ISCh Hugmynd HIT.
B.RÆKT.H BIS 2 Australian Shepherd, Heimsendaræktun / Tindrandi Tár, Tifandi Blökk, Perlu Festi, ISVetCh Heiti Björn HIT.
 
Besti Afkvæmahópur sýningar:
 
B.AFKV.H  BIS 1 Border Collie CIE RW14 RW15 RW17 ISShCh Avatar´s Barbed Wire at Bayshore : OB 1 Hugarafls Gjóska, Goðaborgar Heimsenda Brimkló, Heimsenda Bliki, Heimsenda Súla.
B.AFKV.H  BIS 2 Australian Shepherd Silfurbergs Gríma : Axfjarðar Grímsár Yrja, Axfjarðar Hafralóns Stakkur, Axfjarðar Kelduár Þoka.
 
Besti Hvolpur sýningar:
 
BIS 1 Tindastóls Drangey Lucky Star (Briard)
BIS 2 Viðigerðis Kristalnótt                 (Austraian Shepherd)
 
Besti Ungliði sýningar:
 
BIS 1  ISJCh Alcazar Dream (FCI) Antaya   (Australian Shepherd)
BIS 2  Gunnarsholts Be My Baroness         (White Swiss Shepherd Dog)
BIS 3  Orku Vetrar Tara                              (Border Collie)
BIS 4  Fjallahrings Skreppur                       (Australian Cattel Dog)
 
Besti Öldungur sýningar:
 
BIS 1  CIB ISCh VDHCh VDHJCh VA1 DEW13 RW17 RW18 NLM ISVetCh Vajra Diamont of Haely´s Future (White Swiss Shepherd Dog)
BIS 2  ISVetCh Heimsenda Heiti Björn HIT                                                      ( Australian Shepherd)
BIS 3  CIE RW14 RW15 RW 17 ISShCh Avatar´s Barbed Wire at Bayshore     ( Border Collie)
 
Besti Hundur Sýningar:
 
BIS 1  CIB ISCh VDHCh VDHJCh VA1 DEW13 RW17 RW18 NLM ISVetCh Vajra Diamont of Haely´s Future (White Swiss Shepherd Dog)
BIS 2  ISCh ISJCh RW17 Allmark La La Land                                            (Australian Shepherd)
BIS 3  CIB ISCh Heimsenda Hugmynd HIT                                               ( Border Collie)
BIS 4  ISCh AUCh DKCh FICh SECAH SEV17 Louanda Time After Time   ( Shetland Sheepdog)
 
 
Keppendur í ungum sýnendurm með Fjárhund dómari: Jóna Th. Viðarsdóttir:
 
10 – 12 ára:
1.sæti Helena Rán Gunnarsdóttir  ( Íslenskur fjárhundur)
2.sæti Freyja Guðmundsdóttir       ( Australian Shepherd)
3.sæti Sædís Ósk Pétuesdóttir      ( Australian Shepherd)
 
13 – 17 ára:
1.sæti Amalia Björnsdóttir                   (Australian Shepherd)
2.sæti Maríus Þorri Ólafsson               (White Swiss Shepherd Dog)
3.sæti Þórdís Jórunn Tryggvadóttir     (Border Collie)
4.sæti Lovísa Líf Helenudóttir             (Welsh Corgi Pembroke)



​---------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

​

Deildarsýning Fjár-og hjarð, kort 

Picture

Sunnuhvoll 816 Ölfusi, ca 10.mín akstur frá Hveragerði eftir Suðurlandsvegi.                                                                                                               (sjá t.d kort á já.is,fara á  valmöguleikan vegvísun, slá inn Hveragerði til Sunnuhvoll 816 )
Keyrið á löglegum hraða.    Hlökkum til að sjá ykkur.

Deildarsýning Fjár-og hjarðhundadeildar  20.október 2018.                Dagskrá sýningar.                                                                                        
​                                                                     
​                                                                     

Picture
​Glæsileg deildarsýninga Fjár- og hjarðhundadeildar 

Laugardaginn 20. október. 2018.í Reiðhöll að Sunnuhvoli Ölfusi, 
Dómari Beata Petkvica frá Lettlandi
Dómari ungra sýnenda: Jóna Th. Viðarsdóttir

Sýningin hefst kl. 10:00 með keppni ungra sýnenda með fjárhunda
Ungir sýnendur 10 -12 ára    3 keppendur
Ungir sýnendur 13 – 17 ára  9 keppendur
-----
Shetland Sheepdog  8 hundar                                                                                                                                                                                
 
Australian Cattle Dog 6   hundar                                                                                                                                                                                   

White Swiss Shepherd Dog 5 hundar                                                                                                                                                                          

Welsh Corgi Pembroke 1 hundur

Bearded Collie 1 hundur

Briard 6 hundar

Border Collie 13 hundar

Matarhlé   40 mínútur

Australian Shepherd 37 hundar                                                                                                                                                                                               

​Collie Smooth 1 hundar
-----
Úrslit
Besti ræktunarhópur
Besti afkvæmahópur
Besti hvolpur
Besti ungliði sýningar
Besti öldungur sýningar
Besti hundur sýningar
Þökkum vegleg verðlaun frá Pedigree, Royal Canin, Josera, 4 Loppur og Non Stop Iceland  og gestgjöfum okkar að Sunnuhvoli fyrir frábæra aðstöðu

DEILDARSÝNING FJÁR-OG HJARÐHUNDADEILDAR VERÐUR 20.OKTÓBER 2018.  OG HALDIN Í REIÐHÖLL SUNNUHVOLI.
​SKRÁNING ER HAFIN !

Picture

DEILDARSÝNING FJÁR-OGHJARÐHUNDADEILDAR VERÐUR 20.OKTÓBER.2018 HALDIN Í REIÐHÖLL AÐ SUNNUHVOLI ÖLFUSI.                                                                                           

Dómari að þessu sinni er Beata Petkvica frá Lettlandi og hefur mikla þekkingu af hundum í tegundarhópi 1. Hún hefur átt Collie og Corgi hunda til fjölda ára og er ræktandi.                                              

​-Skráning fer fram á skrifstofu Hundaræktarfélags Íslands og hefst 13. september og skráningarfrestur verður til föstudags 5.október.


​Verðskrá er eins og á Meistrastigs sýningum HRFÍ
6.100.- á hund
3.100.- á hvolp
afsláttur er á 3. hundi.

Skrifstofa HRFÍ er staðsett í Síðurmúla 15 108 Reykjavík, eignnig er hægt að hringja í síma 588 5255 á opnunartíma sem er á milli 10 - 15 og greiða þarf við skráningu.

​Við hvetjum eindreigið alla að koma og taka þátt í gleðinni sem deildin býður uppá.


                     Endilega drífa sig að skrá !


​Ársfundur fjár- og hjarðhundadeildar verður haldinn Mánudaginn 23. Apríl næstkomandi
kl  20:00 á skrifstofu HRFÍ. 

 
Dagskrá  
Hefðbundin fundarstörf 
Kosning fundarstjóra og ritara 
Skýrsla stjórnar 
Ársreikningur 2017 
Skýrslur tengiliða  
Stjórnarkjör:
Af persónuelgum ástæðum sér Sunna Dís sér ekki fært að sitja áfram í stjórn og er hennar sæti því laust til kjörs. Af þeim sökum verður kosið um 3 sæti til tveggja ára og eitt sæti til eins árs. 
(Svana og Birna bíður sig ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu, Guðríður bíður sig fram áfram, Sunna segir af sér) 
Kosið um tengiliði allra tegunda sem innihalda fleyri en fimm skráða hunda. 
Önnur mál 
 
Ath.  Á fundinum hafa þeir einir kjörgengi sem greitt hafa félagsgjöld HRFÍ fyrir árið 2018. 
 
Verið velkomin, við vonumst til að sjá ykkur sem allra flest 
Stjórn Fjár- og Hjarðhundadeildar. 


-------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------
​


Fyrst viljum við þakka stjórn HRFI fyrir svar við bréfi okkar.

Rétt er að árétta það að stjórn Fjár- og Hjarðhundadeildar veit full vel að mistökin liggja hjá sér, meiningin með fyrri tilkynnigu eða bréfi til stjórnar HRFI var aldrei að koma ábyrgðinni eitthvað annað eins og margir vilja halda. Við höfum aldrei og munum ekki halda öðru fram en að klúðrið i þessu máli liggji hjá okkur.
 
Það sem stjórn fjár- og hjarð setur spurning við í framkvæmdinni er einfaldlega það að aldrei sé send út formleg tilkynning til stjórnarmanna eftir að málið er að fullu afgreitt, breytingin eingöngu rædd á fulltrúaráðsfundum.
Málið hefur réttilega verið í umræðunni í mörg ár en þegar nefndin hefur lokið störfum og breytingartillagan er klár hefði verið eðlilegt að senda hana á stjórnir þeirra deilda sem málið varða til yfirlestrar. Stjórn FH vissi að sjálfsögðu af umræðum um þetta mál og að vinna við þessa breytingu hefði staðið yfir, það sem fór framhjá okkur var að vinnunni væri lokið og breytingarnar teknar í gildi.

stjórn Fjár- og Hjarðhundadeildar


--------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

​

Vegna afbounar ársfundar þann 23.03 síðastliðinn


Það hefur líklega ekki farið framhjá neinum að afboða þurfti ársfund deildarinnar sem boðaður var 23.3.18 síðastliðinn.
Ástæðan fyrir því var að stjórn var ekki upplýst um reglubreytingu sem tók gildi 01.03.18 er varðar kosningu á tengiliðum. Það leiddi til ólöglegs fundarboðs og því var nauðsinlegt að fresta fundinum.
Reglubreytingin felur í sér að nú egi að kjósa um tengiliði á ársfundi, en áður voru þeir skipaðir af stjórn Fjár- og hjarðhundadeildar.
 
Það er því miður ekki svo einfalt að hægt sé að stökkva til og einfaldelga boða til nýs ársfundar með það sama og bæta bara við dagsrárlið með kosningu tengiliða. Þar liggja aðallega tvær ástæður að baki og vinnur stjórn nú hörðum höndum að því að greiða úr þeim málum.

Fyrsta ástæðan er sú að í dag samræmast þær reglur sem Fjár-og hjarðhundadeild hefur er varðar skipun tengiliðia og starfsreglur þeirra ekki þær reglur sem settar eru af stjórn HRFI (reglur FogH finnast hérna á heimasíðunni, reglur HRFI má nálgast hér sjá grein II.3).
Stjórnin þarf því að semja nýjar starfreglur um tengiliði deildarinnar sem síðan þarf að kynna á ársfundinum.

Önnur ástæðan er sú að margar spurningar hafa vaknað í kringum nýju reglurnar og framkvæmd þeirra. Þessi óljósu atriði gera okkur erfitt að semja nýjar reglur fyrir deildina. Til þess að greiða úr þessu hefur stjórn Fjár- og hjarðhundadeildar sent stjórn HRFI bréf þar sem beðið er um útskýringu á þeim hlutum sem okkur þykja óljósir, bréfið í heild sinni getið þið lesið hér.
 
Núna bíðum við því eftir svari frá stjórn HRFI, þegar það hefur borist mun stjórn Fjár- og hjarðhundadeildar funda eins fljótt og auðið er til þess að samræma sínar reglur við reglur HRFI og í kjölfarið boða til nýs aðalfundar



 - Stjórn Frjár- og hjarðhundadeildar


​---------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------
​

Tilkynning frá stjórn:
Vegna mistaka stjórnar í fundarboði aðalfundar neyðumst við til að fresta fundinum.
Þar sem páskarnir eru á næsta leiti verður fundurinn ekki haldinn fyrr en í apríl (við erum komin með vilyrði frá stjórn HRFI til að halda fundinn seinna en reglur kveða á um). 
​
Sent verður út nýtt fundarboð sem fyrst.


--------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------
​

​Ársfundur fjár- og hjarðhundadeildar verður haldinn föstudaginn 23. mars næstkomandi kl  20:00 á skrifstofu HRFÍ.

Dagskrá 
Hefðbundin fundarstörf
Kosning fundarstjóra og ritara
Skýrsla stjórnar
Ársreikningur 2017
Skýrslur tengiliða 
Stjórnarkjör, kostið er um 3 sæti til tveggja ára.
(Svana og Birna bjóða sig ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu, Guðríður bíður sig fram.)
​​Kynning á nýju fjáreðlisprófi í samræmi við reglur FCI
Önnur mál
 
Ath.  Á fundinum hafa þeir einir kjörgengir sem greitt hafa félagsgjöld HRFÍ fyrir árið 2018.

Verið velkomin, við vonumst til að sjá ykkur sem allra flest
Stjórn Fjár- og Hjarðhundadeildar.
​

---------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------


Við erum spennt að segja frá því að í samstarfi við 4 Loppur og Non-Stop á Íslandi stöndum við fyrir mjög áhugaverðu fræðslukvöldi 10. apríl næstkomadi.
Picture

Haustsýning 2017

Kæru félagar, núna er komið að haustsýningu og er það meðal annars deildin okkar sem á að sjá um að manna vinnu á sýningunni. Við í stjórn viljum biðja ykkur sem sjáið ykkur fært að koma og aðstoða að gera það.
Við þurfum að skila inn nafnalista til sýningarstjórnar svo endielga sendið á einhvern stjórnarmeðlim e-mail og látið vita hvenar þið getið komið.

Okkur vanntar fólk í eftirfarandi verkefni:

Fimmtudagur, 14. september

Fimm manns alls í uppsetningu sýningar á fimmtudeginum 14.sept.
 
Kl. 17.00, Þrír frá hverri deild í teppalagningu en við þurfum að skera teppin ásamt því að leggja þau og hefst sú vinna kl. 17.00,  gott væri að um sterkbyggða aðila væri að ræða.
 
Kl. 19.00, þurfa að bætast við tveir í uppsetningu hringja og sýningar. Einhver burður er falinn í uppsetningu en einnig þurfum við fólk sem er natið við að dúkleggja borð og gera fallegt. 
 
Laugardagur og sunnudagur 16.-17. september.
Í ýmis störf (miðasala, dyravarsla, eftirlit og annað) þarf tvo frá hverri deild fyrir eða eftir hádegi á laugardegi
og tvo fyrir eða eftir hádegi á sunnudegi.

Við í Fjár og Hjarð sömdum við DÍF um að við myndum manna 4 menn á sunnudaginn og þau 4 menn á laugardegi. Þar sem við verðum líklega flest upptekin á Laugardaginn við sýningarhringi og DÍF í sama pakka á sunnudeginn,
 
Ef þið hafið á ykkar vegum ábyrgan aðila sem er tilbúinn að vera allan eða hálfan daginn í miðasölu annan hvorn eða báða daga væri það mjög gott. Vaktir skiptast á hádegi um það bil og hefjast kl. 8.00 laugardag og sunnudag.
 
Einn aðila frá hverri deild þarf eftir úrslit á laugardegi til þess að undirbúa hringi og höllina fyrir sunnudag.
 
Tvo frá hverri deild þarf í niðurtöku sýningar á sunnudegi en niðurtaka hefst um leið og úrslitum er lokið.


Við vonumst til að sjá sem flesta - margar hendur vinna létt verk.

ÁRSFUNDUR FJÁR-OG HJARÐ. 30. MARS. KL. 20:00.

​Ársfundur Fjár og hjarðhundadeildar verður haldinn fimmtudaginn 30. mars kl. 20.00 á skrifstofu HRFÍ Síðumúla 15.
Dagskrá fundar.
Hefðbundin fundarstörf.
Ársskýrsla 2016
Ársreikningar 2016
Stjórnarkjör
Önnur mál.
Ath.  Á fundinum hafa þeir einir kjörgengir sem greitt hafa félagsgjöld HRFÍ fyrir árið 2017.

Stjórn Fjár- og hjarðhundadeildar

 

BIS ISSCH CIB NÝPUR ÞRÖSKULDUR ÞORRI

ÚRSLIT NORÐURLJÓSASÝNINGAR HRFÍ 4.-5. MARS 2017.   Besti hundur sýningar 1. sæti ISShCh RW-14 Nípu-Hunda Þröskuldur, IS17517/12 Briard Eigandi: Ásta Gísladóttir / Stella Sif Gísladóttir Ræktandi: Þórarinn Smári.  Fjár-og hjarðhundadeild óskar eigendum og ræktendum innilega til hamingju með frábæran árangur !
Picture
Besti hundur sýningar 1. sæti ISShCh RW-14 Nípu-Hunda Þröskuldur,
Picture
1. sæti ISShCh RW-14 Nípu-Hunda Þröskuldur

 AÐVENTU OG UPPSKERUHÁTÍР 2016.  ​

Picture
Hið árlega aðventukvöld Fjár- og hjarðhundadeildar er 26.nóvember 2016  ætlum við að eiga notalega stund saman. Heiðraðir verða stigahæðstu hundar ársins og ræktendur.
Skemmtilega valhappadrættið verður veglegt að vanda.
Picture
VALHAPPADRÆTTI VEGLEGIR VINNINGAR
Picture
FRÁBÆRIR STYRKTARAÐILAR VALHAPPADRÆTTIS

     FIC FJÁRHUNDAPRÓF OG SMALAEÐLISPRÓF 2016.                            

Picture
FCI fjárhunda próf og fjáreðlispróf !
Var haldið 27. nóvember 2016.  að Skála í Grímsnesi, laugardaginn og sunnudaginn 
Dómari María Dóra Þórarinsdóttir . 

HUNDAGANGA DEILDAR VERÐUR Í MIÐDAL 5. MAÍ 2016 KL: 14.30

Picture
​Fjár- og Hjarðarhundadeild stendur fyrir taumgöngu 5. mai (uppstigningardag) kl. 14:30.
Við ættlum að hittst hjá henni Svanborgu Magnúsdóttir bónda á
Miðdal í Kjós.
Kjörið tækifæri til að eiga glaðan dag með fjölskyldunni og vinum í sveitinni. Endilega takið með ykkur létta hressingu.  Það verður hægt að skoða nýfæddu lömbin hjá Svönu.:)
Þetta er taumganga þannig að allir hundar eiga að vera í taumi.
Munið eftir hundunum, kúkapokum og að sjálfsögðu GÓÐA SKAPINU!
Hlökkum til að sjá sem flesta! 

                                             ÁRSFUNDURINN  VERÐUR  21. MARS 2015.

Ársfundur fjár- og hjarðhundadeildar verður haldinn kl. 20:00 mánudaginn 21. mars nk.á skrifstofu HRFÍ.

Dagskrá
Kosning fundarstjóra og ritara
Skýrsla stjórnar
Ársreikningur 2015
Skýrslur tengiliða
Stjórnarkjör
(Ástríður hættir og Svana og Ingibjörg bjóða sig fram til endurkjörs.)
Önnur mál

Verið velkomin
Stjórnin
​

                                                 AÐVENTU OG UPPSKERHÁTÍÐ OKKAR NÁLGAST ÓÐUM

Picture
Aðventu- og uppskerukvöld Fjár- og hjarðhundadeildar verður haldið fimmtudaginn 3. desember  kl. 19:30

Veittar verða viðurkenningar til stigahæstu hunda ársins, stigahhæsta öldungs ársins og stighæsta ræktanda ársins

Hið víðfræga valhappadrætti  verður á sínum stað - glæsilegir vinningar og góðar vinningslíkur.  Hvetjum félagsmenn til að koma með vinninga ef þeir hafa tök á.  Athugið að þetta er aðalfjárölfun ársins.og takmarkið er að fá 40 gesti !!

Kakó og jólakruðerí í boði og  allir  eru hjartanlega  velkomnir.
​
Fjár og hjarðhundadeild Hrfí heiðrar árlega stigahæsta hund deildarinnar í lok sýningarárs, með viðurkenningarskjali og farandbikar. Stig eru reiknuð í samræmi við sýningareglur HRFÍ hverju sinni. Ef tveir hundar eða fleiri eru jafnir að stigum í lok sýningarárs, skulu allir fá viðurkenningarskjal, en farandbikar gengur til eiganda þess hunds sem náði bestum einstökum árangri. Ef fleiri hundar standa enn jafnir, skal kastað upp pening um hver fær bikarinn til varðveislu. Eigandi stigahæsta hunds ber ábyrgð á því að ræktunarnafn, ættbókarnúmer og hundakyn hans sé grafið á farandbikarinn.

29.11.2015
Stjórnin
​

                           MIÐNÆTURDROTTNINGIN MÍA KOM OG SÁ OG SIGRAÐI Á MIÐNÆTURDEILDAR SÝNINGU  FJÁR-OG HJARÐHUNDADEILDAR.    

Fallega Mía frá Sunnuhvoli bar sigur úr bítum á Miðnætursýnigu Fjár- og hjarðhundadeildar um helgina (20. júní 2015) en um 100 hundar voru skráðir til keppni. Úrslit sýningarinnar voru sem hér segir:

• BIS1 Australian Shepeard Mía RW-13 ISCh Stonehaven Bayshore Miu Miu. Eigandi Anna Björg Níelsdóttir

• BIS 2 Border Collie Vír C.I.E. RW-14 ISShCh Avatar's Barbed Wire at Bayshore. Eigendur Björn Ólafsson og Lára Björk Birgisdóttir

• BIS 3 Briard, Harley, Trésor de Brie Plato noir LKM, Eigendur Stella Sif Gísladóttir og Ásta Gísladóttir

• BIS 4 Welsh Corgi Pembroke, Tiger C.I.B. ISCh RW-14 ISW-13 RW-13 Ryslip Celtic Tiger at Craigycor. Eigandi: Kristlaug Elín Gunnlaugsdóttir.

Sýningin gekk afar vel og dómari sýningarinnar Steve Gladstone sagðist vera mjög ánægður með ræktunina hjá okkur "very good breed type" heyrðist oft í dómaratjaldinu og hann sagðist sjá meiri gæði hjá okkur en á mörgum sýningum úti í heimi.

Veðrið lék við okkur og aðstæður voru allar hinar bestu að Sunnuhvoli. Í lok sýningar slepptum við dúfum fyrir Ragga Sjonna og heimasæturnar Glódís og Védís sýndu fagmannlega takta á glæsilegri reiðsýningu þegar sýningunni lauk. Takk fyrir flott atriði.

Þökkum Önnu Björgu og Sigga fyrir að bjóða okkur að hafa sýninguna að Sunnuhvoli – þvílíkir höfðingjar heim að sækja.

Bestu þakkir til Steinunnar Camillu sem dæmdi unga sýnendur, Steve Gladstone dómara, Helgu hringstjóra, Guðrúnar Margrétar ritara, Ingu sem reddaði veitingum og Elínborgar í móttökunni og líka til Heimsendabænda fyrir alla aðstoðina.

Bestu þakkir til tengiliða og stjórnar fyrir að leggja sig fram við að gera þessa glæsilegu sýningu að veruleika. Það er auðvelt að halda sýningu með svona dugnaðarforkum sem eru boðnir og búnir í alla hluti. Þið eruð alveg frábær.

Bestu þakkir til Pedigree, Josera, Royal Canine og Happy Dog fyrir góðan stuðning.

Að lokum félagar í Fjár- og hjarðhundadeild, takk fyrir að sýna okkur ca 100 glæsilega hunda.

                                    TÍMARAMMI OG HAGNÝTAR UPPLÝSINGAR VEGNA MIÐNÆTURSÝNNGAR 

Tímar eru leiðbeinandi og biðjum við sýnendur að vera mæta tímanlega.
15:00 Ungir sýnendur. Við hlökkum til að sjá glæsilega unga sýnendur í dómi hjá Steinunni Camillu.
17:00 Dómar byrja á Border Collie (27), Briard (8) og Collie (1)
19:30 Hlé 
20:15 Dómar í Australian Shepherd (40), Corgi Pembroke (3) , Shetland Sheepdog (7), Old English Sheepdog (2).
00:00 Úrslit hefjast
Það er frítt að tjalda á túninu við Sunnuhvol en rukkað verður fyrir WC 1000 kr á mann og hægt verður að fá rafmagn í nokkur tjöld (1000 kr)
Verið velkomin !!!



                                       NÚ STYTTIST Í MIÐNÆTURSÝNINGU FJÁR-OG HJARÐHUNDADEILDAR

Miðnætursýning Fjár- og hjarðhundadeildar verður haldin laugardaginn 20. júní  að Sunnuhvoli rétt hjá Hveragerði.  

Alls hafa borist 103 skráningar að heiðursöldungum og ungum sýnendum meðtöldum.  Tengiliðir hafa staðið sig frábærlega við að hvetja fólk til að skrá sig og þeir fá bestu þakkir fyrir dugnaðinn.  Skráningar fóru fram úr okkar björtustu vonum.

Sýningin byrjar kl. 15:00 með keppni ungra sýnenda sem Steinunn Camilla Stones dæmir.   

Síðan verða hundarnir verða sýndir í þessari röð frá kl. 17:00. Border collie (27), Briard (8), Collie (1), Aussie (40), Corgi (3), Shetland sheepdog (7) og loks Old English sheepdog (2).

Dómarinn kemur frá USA og heitir Stephen Gladstone og er virtur og flottur dómari.  Það verður spennandi að sjá hvað honum finnst um hundana okkar.

Við þökkum Pedigree, Jossera, Royal Canine og Happy Dog kærlega fyrir stuðninginn við sýninguna.  Einnig þökkum við gestgjöfum okkar að Sunnuhvoli fyrir að bjóða okkur heim.

Við vonumst til að sjá sem flesta að Hvoli um helgina á fyrstu Miðnætursýningu íslensku hundasögunnar.

        KYNNING Á DÓMURUM Á MIÐNÆTURSÝNINGU FJÁR-OG HJARÐHUNDADEILDAR

Steve Gladstone dómari frá Bandaríkunum mun dæma á Miðnæturdeidarsýningu Fjár og hjarðhundadeildar Hrfí þann 20. júní 2015 að Hvoli Ölfusi.

Steve Gladstone er stjórnarmaður Ameríska kennel klubbsins Akc. Hann byrjaði dómarferilinn á áttunda ártugnum , hann dæmir nú um allan heim. Hann hefur átt og ræktað Cardigan Welsh Corgis síðan 1974 undir ræktunarnafninu Aragorn. Aragornræktun hefur átt yfir 100 meistara.

Steve Gladstone hefur átt einig átt Norskan Elghund, Schefer og Australian Shepherd.

Picture

                                                      MIÐNÆTURDEILDARSÝNING  2015 

Miðnætursýning Fjár- og Hjarðhundadeildar verður haldin laugardaginn 20. júní að Hvoli Ölfusi.  Dómari  verður Steve Gladstone frá USA.

Dómar hefjast kl. 15:00 með keppni ungra sýnenda með fjárhunda úr TH 1.   Dómari  Elín Rós Hauksdóttir.  
Skráning á smalahundar@gmail.com og kr. 1.500 á hund verða rukkaðaðar á staðnum

Ræktunardómar hefjast kl 17:00.  Sjá nánar keppnisflokka hér.   Glæsileg verðlaun.  
BIS úrslit verða um miðnætti.  

Skráning hefst 10 maí og stendur 2 júni 2015   Skráning er á skrifstofu Hrfí á opnunartíma 10-15 alla virka daga og í síma 588-5255.  

Helmingsafsláttur er af skráðum þriðja hundi. Ekki er veittur afsláttur vegna skráningar í hvolpaflokk og öldingaflokki. Fullbólusettir 3 mánaða hvolpar mega taka þátt.   

Tjaldsvæði er á er opið frá föstudegi til sunnudags.  

Frítt er fyrir áhorfendur á deildarsýninguna. Komið og sjáið fallegustu fjárhunda landsins.  

Hlökkum til að sjá ykkur og fallegu hundana ykkar.

Stjórn Fjár og Hjarðhundadeildar.  

                                               SÝNING VERÐUR HALDIN AÐ ÖLFUSI - RÉTT HJÁ HVERAGERÐI.

Picture

                                                                     FYRSTI FUNDUR NÝRRAR STJÓRNAR

Ný stjórn hélt sinn fyrsta fund í gær miðvikudaginn 9. apríl.  Stjórnin byrjaði á að skipta með sér verkum og var ákveðið á Svanborg Magnúsdóttir verður áfram gjaldkeri og Ingibjörg verður áfram formaður  og ritari.  Stella Sif Gísladóttir er ný í stjórninni og er hún boðin velkomin til starfa.  Sjá nánar

Á fundinum var fjallað um tengiliði en Valdís Rúnarsdóttir er nýr tengiliður fyrir Briard.  Ákveðið var að hafa ekki tengiliði í þeim tegundum sem engin ræktun er í gangi og mun tengiliðum því fækka um þrjá.

Boðið verður upp á vorgöngu kl. 14:30 á uppstigningadag 14. maí.  Við hittumst í Miðdal í Kjós og allir mæta með poka, taum og nesti. 

Skipulagning fyrir Miðnætursýninguna 20. júní er í fullum gangi og verður skráning á hana auglýst fljótlega.

Sjá nánar í  fundargerð 



                                                                                                ÁRSFUNDUR


Ársfundur Fjár- og hjarðhundadeildar verður haldinn fimmtudaginn 19. mars 2015 kl 19:30 í húsnæði HRFÍ


Dagskrá 
  • Kosning fundarstjóra og ritara
  • Skýrsla stjórnar
  • Ársreikningur 2014
  • Skýrslur tengiliða  
  • Stjórnarkjör (Kjörtímabili tveggja stjórnarmanna  lýkur á fundinum hefur annar þeirra ákveðið að bjóða sig fram til endurkjörs)
  • Önnur mál


Verið velkomin

                                                                         AÐVENTU- OG UPPSKERUKVÖLD

Picture
Aðventu- og uppskerukvöld Fjár- og hjarðhundadeildar verður haldið föstudaginn 28. nóvember kl. 20:00 á skrifstofu HRFÍ, Síðumúla 15.  

Veittar verða viðurkenningar til stigahæstu hunda ársins, stigahhæsta öldungs ársins og stighæsta ræktanda ársins

Hið víðfræga valhappadrætti  verður á sínum stað - glæsilegir vinningar og góðar vinningslíkur.

Kakó og jólakruðerí í boði og  allir  eru hjartanlega  velkomnir.

Athugið að þetta er aðalfjárölfun ársins og nú er áætlað að að halda deildarsýningu í sumar og mikilvægt að safna fyrir henni.

Fjár og hjarðhundadeild Hrfí heiðrar árlega stigahæsta hund deildarinnar í lok sýningarárs, með viðurkenningarskjali og farandbikar. Stig eru reiknuð í samræmi við sýningareglur HRFÍ hverju sinni. Ef tveir hundar eða fleiri eru jafnir að stigum í lok sýningarárs, skulu allir fá viðurkenningarskjal, en farandbikar gengur til eiganda þess hunds sem náði bestum einstökum árangri. Ef fleiri hundar standa enn jafnir, skal kastað upp pening um hver fær bikarinn til varðveislu. Eigandi stigahæsta hunds ber ábyrgð á því að ræktunarnafn, ættbókarnúmer og hundakyn hans sé grafið á farandbikarinn.

18.11.2014
Stjórnin


                                                                                   ERTU AÐ LEITA AÐ HVOLPI ?

Skoðaðu nýja hvolpasíðu Hundaræktarfélags Íslands, www.voff.is.  Þar eru auglýsingar frá ræktendum innan HRFÍ um hvolpa í leit að rétta heimilinu.  Þar eru einnig auglýstir eldri hundar sem þurfa að finna nýtt heimili.  

                                                   SJÁLFBOÐALIÐAR ÓSKAST- MARGAR HENDUR VINNA LÉTT VERK ! 

Deildin þarf að útvega starfsfólk á sýningunni um næstu helgi.  Hilmar Sigurgíslason og tengiliðir halda utan um vinnuframlag deildarinnar á sýningunni og þið eruð beðin hafa samband við hann eða tengilið ykkar tegundar ef þið hafið tök á því að vinna. Netfang Hilmars er shog@simnet.is.  Í boði er að vinna við við undirbúning sýningarinnar á miðvikudaginn kemur og við dyravörslu og frágang á sunnudaginn.

Látum hendur standa fram úr ermum !!!

                                                    HEILBRIGÐISNEFND TEKUR TIL STARFA

Picture
Á fundi stjórnar Fjár- og hjarðhundadeildar þann 19. maí sl. var ákveðið að skipa nefnd til að fara yfir ýmis mál er varða heilbrigðismál fjár- og hjarðhunda á Íslandi og hefur nefndin nú verið sett á laggirnar.  Nefndarmenn eru Guðrún S Sigurðardóttir, Silla Rósa Dal Christiansen og Ástríður Magnúsdóttir.  Verkefni nefndarinnar eru þessi

1) Fara yfir heilsufarskröfur hverrar tegundar deildarinnar með tengiliðum og athuga hvort þörf er á því kynna kröfurnar fyrir félagsmönnum sérstaklega

2) Skoða með tengiliðum hvort það þarf að vinna  betur í kynningarmálum varðandi kröfur um vottorð og heilsufar fyrir paranir

3) Kanna hvort og hvernig hundadeigendur í deildinni eru að nota DNA rannsóknir

4) Safna upplýsingum um það helsta sem er að gerast í nágrannalöndunum í heilbrigðismálum fjárhunda

5) Afla upplýsingar í nágranalöndum hvaða kröfur eru gerðar fyrir paranir eins og augnskoðun, mjaðmamyndataka ofl. og koma með tillögur að breytingum.

Ef niðurstöður nefndarinnar gefa tilefni til verða þær notaðar til þess að gera tillögur um breytingar eða endurskoðun á heilsufarskröfum deildarinnar.   Nefndinni er ætlað að skila niðurstöðum sínum þann 1. febrúar nk.  
Stjórnin þakkar þessum vösku konum fyrir að taka verkefnið að sér og óskar þeim góðs gengis í starfinu.


4.júní 2014 
Formaður Fjár og hjarðhundadeildar


                                                                                                  LAUTARFERÐ

Picture

Förum saman í taumgöngu með hundana og lautarferð á eftir í Sólheimakot sunnudaginn 8. júní nk. Hittumst með nestið okkar í Sólaheimakoti kl. 14:00 -   Kveðja frá Stjórninni

Leiðarlýsingin er af vef HRFÍ. 

Leiðarlýsing í Sólheimakot
Frá hringtorginu v. Rauðavatn er ekið eftir Suðurlandsvegi rúmlega 3 km. Þá er komið að vegamótum til vinstri-Hafravatnsleið. Við vegamótin er strætisvagnaskýli, ekið er á malbiki um 1 1/2 km, á leiðinni er keyrt fram hjá 5 ljósastaurum. Þá er komið að skilti á hægri hönd sem á stendur SÓLHEIMAKOT, þar er beygt inn og ekið á malarvegi rúmlega 2 km þá er maður kominn á leiðarenda þ.e.a.s í SÓLHEIMAKOT




                                            NÝ STJÓRN TEKUR TIL STARFA.

 Á ársfundi Fjár og hjarðhundadeildar HRFÍ þann 25. mars sl. voru þrír nýir stjórnarmenn kosnir til starfa.  Þær Ástríður Magnúsdóttir og Ingibjörg Ólafsdóttir og Jórunn Rothenborg voru kosnar í stjórnina, Ásta og Ingibjörg til tveggja ára og Jórunn til eins árs.  Stjórnin þakkar Guðrúnu Th. Guðmundsdóttur, Kristlaugu Elínu Gunnlaugsdóttur og Ingu Lilju fyrir góð störf fyrir deildina á undanförum árum.

Stjórnin skipti með sér verkum á fyrsta fundi sínum og er stjórnin nú skipuð sem hér segir:

Ingibjörg Ólafsdóttir formaður
Svanborg A Magnúsdóttir gjaldkeri
Jórun Rothenborg ritari
Hilmar Sigurgísla og Ástríður Magnúsdóttir eru meðstjórnendur                 



Næsti fundur stjórnar verður 19 maí nk.



                     Ársfundur Fjár- og Hjarðhundadeildar HRFÍ.  

Verður haldinn þriðjudaginn 25. mars, 2014 kl. 20:00, í húsakynnum HRFÍ - Síðumúla 15.
Á dagskrá fundarins eru venjuleg ársfundarstörf, sbr. starfsreglna ræktunardeilda HRFÍ.

Úr stjórn deildarinnar ganga:

Guðrún Th. Guðmundsdóttir og Kristlaug Elín Gunnlaugsdóttir,
hvorug gefur kost á sér til áframhaldandi stjórnarsetu.
Deildin óskar eftir áhugasömum til að starfa innan deildarinnar, í stjórn og nefndum.

Kveðja, Stjórnin



Fjárhundaeðlispróf 10 nóvember 2013.

Stefnt er að því að halda fjáhundaeðlispróf fyrir Fjár og Hjarðhundadeild Hrfí að Skála í Grímsnesi sunnudaginn 10 nóvember 2013, með fyrirvara um að veður sé skaplegt.
Dómari verður Guðrún Sigurðardóttir
Takmarkaður fjöldi þátttakenda.
Áhugasamir sendi skráningu á netfangið hugsyn@gmail.com

Einnig er þar að fá upplýsingar um prófið.

Síðasti skráningardagur er miðvikudagurinn 6 nóvember.
Verð er kr 4.500
,- pr hund.

                              FJÁRHUNDAEÐLIS PRÓFÍ NÓVEMBER 2013

Smalaeðlispróf verður haldið að Skála í Grímsnesi í nóvember næstkomandi. Dagsetning nánanr auglýst síðar .

DEILDARSÝNING FJÁR-OG HJARÐHUNDADEILDAR HRFÍ

Picture
Sýningastaður Koprutorg/ Gæludýr.is

Dómari Jeff Luscott frá Englandi.

DAGSKRÁ 04.05.2013

Dómar byrja kl 10.00 – Mæting til úrslita er kl 15:00

Malanois - 1
Collie rough - 2
Border collie - 17
Briard - 11
Old english sheepdog - 2
Welsh corgi Pembroke - 4
Shetland sheepdog - 10
Australian shepherd - 32

79 fjár og hjarðhundar í hundar í dóm!

Hundar komi til úrslita kl 15:00

Framtíðin ! (Í boði Fh) : Ungviði sem ná ekki 4 mánaða flokki en fullbólusettir er boðið,

sætaröðun um efnilegasta framtíðar hvolpinn, allir hvolpar inná í einu og svaka fjör!!

Gamlir og göfugir öldungar 10 ára og eldri allir inná í einu í boði Fh.

Besta ungviði 4-6 mánaða.

Besti hvolpur 6-9 mánaða.

Besta Par

Besti afkvæma og ræktunarhópur

Best hundur/sýndur af ræktanda. Bred-by Exhibitor! (nýtt, ræktandi sýnir hund úr sinni

ræktun með Excellent, tíkur/rakkar óháð fjölda í tegund, skráning á staðnum, ekki í Hrfí

reglum)

Besti ungliði 9-18 mánaða.(nýtt, besti rakki/tík keppa til úrslita, ekki til reglum Hrfí)

Besti öldungur

Besti hundur sýningar/Best in Show!!

Ungir sýnendur sýna fjár og hjarðhunda dómari er Svava Arnórsdóttir!!

DEILDARSÝNING KORPUTORGI 4. MAÍ  2015

Picture
Deildarsýning Fjár og Hjarðhundadeild 4. maí 2013.

Dómari : Robert Jeff Luscott Englandi
Sýningarstaður Korputorg (Guðmundarlundur ef veður leyfir)
Dómar hefjast kl 10:00. Íslensk Meistarastigssýning!!

Tekið er við skráningum á skrifstofu félagsins að Síðumúla 15 á opnunartíma skrifstofu frá og með 27.mars en einnig er hægt að skrá í gegnum síma og greiða með kreditkortum, ath. kortanúmer, gildistími og öryggisnúmer þarf að fylgja skráningu.  Skráningarfrestur er til 21. apríl 2013.


Keppnisflokkar.
  •       Ungviðaflokkur er fyrir hvolpa á aldrinum 4 - 6 mánaða.
  •       Hvolpaflokkur er flokkur fyrir hvolpa á aldrinum 6 - 9 mánaða
  •       Ungliðaflokkur er fyrir hunda á aldrinum 9 – 18 mánaða.
  •       Unghundaflokkur er fyrir hunda á aldrinum 15-24 mánaða.
  •       Opinn flokkur er fyrir hunda sem eru 15 mánaða og eldri.
  •       Meistaraflokkur ISSCH, ISCH Íslenskan sýningameistara skal skrá í    meistaraflokk eða öldungaflokk.
  •       Öldungaflokkur.Til þátttöku í öldungaflokki má skrá hund sem náð hefur 8 ára aldri.
  
Úrslit verða í 4 efstu sætum:

Framtíðin ! (Í boði Fh) : Ungviði sem ná ekki 4 mánaða flokki en fullbólusettir er boðið, sætaröðun um efnilegasta framtíðar hvolpinn, allir hvolpar inná í einu og svaka fjör!! Skráning hjá smalahundar@gmail.com

Gamlir og göfugir öldungar 10 ára og eldri allir inná í einu í boði Fh. Skráning er hjá deildinni á þennan viðburð smalahundar@gmail.com


  • Besta ungviði 4-6 mánaða.
  • Besti hvolpur 6-9 mánaða.
  • Besta Par. 
  • Besti afkvæma og ræktunarhópur.
  • Best ræktaði hundur/sýndur af ræktanda. Bred-by Exhibitor! (nýtt, ræktandi sýnir hund úr sinni ræktun með Excellent, tíkur/rakkar óháð fjölda í tegund, skráning á staðnum, ekki í Hrfí reglum).
  • Besti ungliði 9-18 mánaða.(nýtt, besti rakki/tík keppa til úrslita, ekki til reglum Hrfí).
  • Besti öldungur.
  • Besti hundur sýningar/Best in Show!!
  • Keppni ungra sýnenda !

LAUGARDAGSKVÖLD 4. MAÍ 2013 ÚT AÐ BORÐA.

Picture
Fyrir alla félaga Fjár- og Hjarðhundadeild sem hafa áhuga á að fara út að borða um kvöldið þá verður farið úr að borða með dómarann á Kaffi Nauthól. Í boði er 3 rétta máltíð fyrri 7500,- kr á manninn. Þeir sem hafa áhuga á að koma með sendið sráningu á smalahundar@gmail.com sem fyrst.
Allir velkomnir :)

Picture

STIGAHÆSTU HUNDAR / AÐVENNTUKVÖLD

Picture
Þann 7. desember 2012 mun Fjár- og Hjarðhundadeild heiðra stigahæstu hunda deildarinnar á skrifstofu félagsins Síðumúla 15. Klukkan 20.00. Einnig verða stigahæðstu öldungar deildarinnar heiðraðir, sem og ræktendur.
Vinsæla VALHAPPADRÆTTIÐ verður aftur, veglegir vinningar sem má velja !!! En happadrættið er liður í fjáröflun deildarinnar, en til stendur að halda deildarsýningu. Kaffi verður á könnunni, jólaöl og jólakruðerí !!! Hvetjum alla til að mæta og hafa gaman. Allir hjartanlega velkomnir ! 

Bestu kveðjur, stjórn Fjár- og Hjarðhundadeildar!


"Fjár og hjarðhundadeild Hrfí heiðrar árlega stigahæsta hund deildarinnar í lok sýningarárs, með viðurkenningarskjali og farandbikar. Stig eru reiknuð í samræmi við sýningareglur HRFÍ hverju sinni. Ef tveir hundar eða fleiri eru jafnir að stigum í lok sýningarárs, skulu allir fá viðurkenningarskjal, en farandbikar gengur til eiganda þess hunds sem náði bestum einstökum árangri. Ef fleiri hundar standa enn jafnir, skal kastað upp pening um hver fær bikarinn til varðveislu. Eigandi stigahæsta hunds ber ábyrgð á því að ræktunarnafn, ættbókarnúmer og hundakyn hans sé grafið á farandbikarinn."


DÓMARI FYRIR NÓVEMBERSÝNINGU.

Picture
Sýningastjórn hefur nefnt dómara fyrir collie rough, collie smooth og Sheltie á næstu sýningu. Þetta er collie rough/smooth-ræktandinn Natalja Nekrosiene frá Litháen
Skráningafrestur rennur út 19. okt.
Gaman væri að sjá sem flestar skráningar fyrir sýninguna. Stjórn hvetur tengiliði þessara tegunda að hvetja sitt fólk til þáttöku !

(myndin tekin á heimssýningunni í Austurríki í sumar). 

                                                                                           FJÁRHUNDAEÐLISPRÓF 2012 

Stefnt er að því að halda fjáhundaeðlispróf fyrir Fjár og Hjarðhundadeild Hrfí að Skála í Grímsnesi helgina 4 - 5 nóvember 2012. Dómarar verða María Dóra Þórarinsdóttir og Guðrún S Sigurðardóttir. Takmarkaður fjöldi þátttakenda. Skráningu líkur 28.10.2012
Áhugasamir sendi skráningu á netfangið hugsyn@gmail.com
Einnig er þar að fá upplýsingar um prófið.
Verð er kr 4500

                                                                                    FJÁRHUNDANÁMSKEIÐ HAUSTIÐ 2012 

Stefnt er á að halda fjárhunda námskeið helgina 27-28 oktober að Miðdal í Kjós.
Námskeiðinu er skipt í 2 hópa annar verður fyrir hádegi og hinn eftir hádegi.  Hver hundur fer alls 4x í kindur og að auki verður smá bóklegt nám.
Námskeiðið kostar 8þúsund per hund, miðað við fullt námskeið.  Kennari er Guðrún S Sigurðardóttir.
Það verða 4 hundar í hvorum hóp þannig að það er takmarkaður fjöldi þátttakenda.

Skráning og frekari upplýsingar er á hugsyn@gmail.com

Skráningu líkur 22.10.2012


Aðalfundur Fjár- og hjarðhundadeildar.

Aðalfundur Fjár- og hjarðhundadeildar verður haldinn föstudaginn 13.apríl n.k. í Áhaldahúsi Mosfellsbæjar, Völuteigi 15 (sami staður og í fyrra). Fundurinn hefst kl. 20:00. 

Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. 


Eldri fréttir er hægt að nálgast hér...

Powered by Create your own unique website with customizable templates.
  • Heim
  • FRÉTTIR
    • ELDRI FRÉTTIR
  • UM DEILDINA
    • STJÓRN OG TENGILIÐIR
    • ÁRSSKÝRSLUR
    • FUNDARGERÐIR
    • STARF TENGILIÐS
  • HEILSUFARSKRÖFUR
  • SMALAEÐLIS- OG FJÁRHUNDAPRÓF
  • DEILDARSÝNINGAR
  • TEGUNDIR
    • AUSTRALIAN CATTLE DOG
    • AUSTRALIAN SHEPHERD
    • BEARDED COLLIE
    • BEAUCERON
    • BORDER COLLIE
    • BRIARD
    • COLLIE ROUGH
    • COLLIE SMOOTH
    • OLD ENGLISH SHEEPDOG
    • PEMBROKE WELSH CORGI
    • SHETLAND SHEEPDOG
    • WHITE SWISS SHEPHERD DOG