Engin ræktun á þessari tegund
- Tegund ekki í ræktunTegundalýsing á Belgian Malinois:
Saga/Uppruni: Síðustu tvo áratugi 19. aldar var mikill áhugi í Evrópu fyrir að búa til "þjóðlega" hundastofna. Árið 1891 söfnuðust belgiskir bændur saman í þeim tilgangi. Safnað var saman hundum frá öllu landinu til að búa til Belgíska fjárhundinn. Í hópnum voru bæði varðhundar og smalahundar, bæði þeir sem notaðir voru til reksturs á alifuglum og sauðfé. Byrjað var með 117 hunda þar sem engin var öðrum líkum. Eftir að hafa afskrifað þá hunda sem voru hvað mest ólíkum hinum var hægt að finna nokkra eiginleikar sem voru svipaðir á milli þessara hunda. Flestir voru um 55 cm háir en nokkrir stærri eða um 62 sm og varð sú stærð valin sem æskileg, viktin var um 18 kíló, frekar lítil eyru sem voru þríhyrninglaga og uppreist, svipmótið greindarlegt og hundarnir voru allan tímann á hreyfingu. Hins vegar var lengd og áferð feldsins mjög mismunandi. Hundarnir voru stríhærðir, snöggir, með millilangan feld eða síðhærðir. Litirnir voru enn meir mismunandi og hundarnir voru allt frá að vera alveg svartir, svartir með hvíta bringu og hvítar tær, rauðbrúnir, gulir, ljósbrúnir, gráir. Í stuttu máli voru þessir hundar hvernig sem var nema ekki hvítir. |
Seinna sama ár, 1891, varð fyrsti tegundaklúbburinn stofnaður, "Le Club du Chien de Berger Belge". Þá varð líka ákveðið að hafa þrjú afbrigði af Belgíska fjárhundinum: síðhært, stutthært og stríhært og allir litir leyfilegir.
1899 ákvað klúbburinn að síðhærða afbrigðið ætti framvegis að vera svart, stutthærða ætti að hafa rauðgulan feld með svarta enda, og stríhærða afbrigðið ætti að vera öskugrátt á litinn. Allir aðrir litir voru bannaðir, og líka var bannað að skottstífa hundana. Átta árum seinna, 1907, urðu líka rauðgulu síðhærðu hundarnir, og svörtu stutthærðu after viðurkenndir.
1899 ákvað klúbburinn að síðhærða afbrigðið ætti framvegis að vera svart, stutthærða ætti að hafa rauðgulan feld með svarta enda, og stríhærða afbrigðið ætti að vera öskugrátt á litinn. Allir aðrir litir voru bannaðir, og líka var bannað að skottstífa hundana. Átta árum seinna, 1907, urðu líka rauðgulu síðhærðu hundarnir, og svörtu stutthærðu after viðurkenndir.
1892 helt Club de Chien de Berger Belge, í samstarfi við Belgíska Collie klúbbinn, fjárhundakeppni sem var fyrsta fjárhundakeppni af sínu tagi á meginlandi Evrópu. Með tímanum minnkaði samt fjöldinn af kindum og þörfin fyrir fjárhunda minnkaði þá líka og nú þurfti að finna önnur próf til að meta og viðhalda náttúrlegu eðli Belgíska fjárhundsins.
Árið 1899 var búið að þróa annað próf í staðin, og árið 1903 var haldin fyrsta keppnin, sem byggðist á því fyrir Belgíska fjárhunda. Í því prófi var greinar svo sem hástökk (1,90 m), lengdstökk (3,60 m), varnar- og árasarvinna, neitun við að taka á móti mútum í formi matar, bann við gelti, sækja hluti bæði á landi og úr vatni, hælganga og aðrar hlýðnisæfingar.
Belgíski fjárhundurinn stóð sig frábærlega í þessum keppnum, og í þeim keppnum þar sem fleiri tegundir voru leyfðar bar Belgíski fjárhundurinn af öllum öðrum vinnuhundategundum. Árin 1908 - 1914 var það Belgískur fjárhundur/Groenendael, Jules du Moulin, sem vann bæði heimsmeistaramót og alþjóðlega keppnina fyrir vinnu- og lögreglurhunda. En það var ekki bara Jules sem stóð sig vel. Á heimsmeistaramótinu 1912 voru Belgískir fjárhundar í 10 af fyrstu 12 sætunum.
Árið 1899 var búið að þróa annað próf í staðin, og árið 1903 var haldin fyrsta keppnin, sem byggðist á því fyrir Belgíska fjárhunda. Í því prófi var greinar svo sem hástökk (1,90 m), lengdstökk (3,60 m), varnar- og árasarvinna, neitun við að taka á móti mútum í formi matar, bann við gelti, sækja hluti bæði á landi og úr vatni, hælganga og aðrar hlýðnisæfingar.
Belgíski fjárhundurinn stóð sig frábærlega í þessum keppnum, og í þeim keppnum þar sem fleiri tegundir voru leyfðar bar Belgíski fjárhundurinn af öllum öðrum vinnuhundategundum. Árin 1908 - 1914 var það Belgískur fjárhundur/Groenendael, Jules du Moulin, sem vann bæði heimsmeistaramót og alþjóðlega keppnina fyrir vinnu- og lögreglurhunda. En það var ekki bara Jules sem stóð sig vel. Á heimsmeistaramótinu 1912 voru Belgískir fjárhundar í 10 af fyrstu 12 sætunum.
Belgíski fjárhundurinn er líklega einn af þeim mest alhliða hundastofnum sem til eru. Þeir eru nú til dags sjaldan notaðir sem smalahundar, og er ekki auðvelt að finna marga Belgíska fjárhunda í heimnum í dag sem taka þátt í smalahundskeppnum, og enn færri ræktendur sem leggja áherslu á smalakunnáttu hjá ræktunardýr. Belgíski fjárhundurinn er hins vegar flokkaður sem vinnuhundur og þykir standa sig vel við krefjandi aðstæður hjá öryggisgæslufyrirtækjum, lögreglu og her víða um heim. Þetta eru hundar sem henta líka vel í flestum hundasportum, þar sem þessi tegund er frá byrjun gerð til vinnu.