BEARDED COLLIE
RÆKTENDUR
Ræktunarnafn : Kirkjulæks ræktun
Ræktandi: Edda Bára Kristínardóttir og Sigurður Ástvaldsson
Netfang: [email protected]
Facebook: Kirkjulæks ræktun
Ræktandi: Edda Bára Kristínardóttir og Sigurður Ástvaldsson
Netfang: [email protected]
Facebook: Kirkjulæks ræktun
Uppruni:
Tegundin er upprunalega frá Skotlandi og hefur verið lengi vel þekkt í norður Bretlandi síðan á 16 öld, en tegundin á ættir sínar að rekja til Polish lowland sheepdog. Bearded collie hundurinn sem við þekkjum í dag er henni G. Olive Willison að þakka.
Árið 1940 fær hún beardie hvolp að nafni Jeannie í hendurnar fyrir slysni, hún kolfellur fyrir tegundinni og leitar síðar að rakka fyrir Jeannie, finnur hundinn Bailey og ræktunin hennar gerði tegundina eins og hún er í dag.
Tegundin varð fyrst vinsæl um miðja 20 öldina, en um góðann tíma var tegundin í útrýmingar hættu. Í dag hækkar tegundin ört í vinsældum víða um heim þó hún er enn talinn sjalfgæf.
Tegundin er upprunalega frá Skotlandi og hefur verið lengi vel þekkt í norður Bretlandi síðan á 16 öld, en tegundin á ættir sínar að rekja til Polish lowland sheepdog. Bearded collie hundurinn sem við þekkjum í dag er henni G. Olive Willison að þakka.
Árið 1940 fær hún beardie hvolp að nafni Jeannie í hendurnar fyrir slysni, hún kolfellur fyrir tegundinni og leitar síðar að rakka fyrir Jeannie, finnur hundinn Bailey og ræktunin hennar gerði tegundina eins og hún er í dag.
Tegundin varð fyrst vinsæl um miðja 20 öldina, en um góðann tíma var tegundin í útrýmingar hættu. Í dag hækkar tegundin ört í vinsældum víða um heim þó hún er enn talinn sjalfgæf.
Eðli:
Bearded collie hefur unnið sér inn gælunafnið “bouncing beardie” vegna þess að þeir unnu í þykkum og djúpum þúfum í háum hlíðum og þurftu að hoppa hátt til þess að sjá kindurnar. Bearded collie hefur ákveðin einkenni þegar þau vinna með kindum, þeir gelta og hoppa á afturfótunum. Þeir sem hafa kynnst tegundinni kannast vel við þessi skopp en spenntir beardies eiga til að gera þetta sem merki af ánægju. Tegundin var fyrst og fremst ræktuð til að smala búfénað og eru því mjög vinnuglaðir og elska að vinna með eigandanum sínum. Þetta eru eldklárir hundar sem fara frá A til B en ekki endilega um leið og þeim er sagt það, þeir geta verið sjálfstæðir en á sama tíma viðkvæmir. Passa þarf til þjálfunar að ofgera þá ekki, þar sem þeir geta fljótt fengið nóg ef æfing er endurtekin of ört. Sumir bearded collie elska allt og alla en þeir geta þó verið hlédrægir og varir um sig í kringum ókunnuga og því mikilvægt að umhverfisvenja snemma og þá án þvingunar. Þetta eru yndislegir hundar með öðrum dýrum og tilvalnir fjölskyldu hundar sem henta vel fjölskyldum með börn á öllum aldri, en mikilvægt er að taka fram að aldrei skal skilja barn og hund eftir án eftirlits. |
Heilsufar:
Tegundin er almennt mjög heilsuhraust sem lifir að meðaltali 10-13 ár.
Samkvæmt heilsufarskröfum HRFÍ þarf að mjaðmamynda og augnskoða tegundina.
Útlit/bygging:
Bearded collie er léttur en sterkbyggður hundur af miðlungs stærð, rakkar verða 53-56 cm á hæð en tíkur 51-56 cm, bæði kyn verða um 18-27 kg.
Feldurinn er mjög áberandi fyrir tegundina og það sem flestir taka fyrst eftir.
Hundurinn á að vera lengri en hann er hærri. Hreyfingar eiga að vera mjúkar og þekja undirlag áreynslulaust með löngum svífandi skrefum, eyrun liggja þétt við höfuðið, augun er stór og tóna við lit hundsins. Skottið liggur lágt og skal vera lágsett eða í línu eftir búk á hreyfingu.
Tegundin kemur í 4 viðurkenndum litum, svartur, blár, brúnn og sand með hvítum eða tan merkingum, liturinn skal þekja eyru og fara yfir augun. Þeir fæðast dökkir en lýsast svo með aldrinum og geta breyst um lit fram og aftur gegnum árin.
Feldur:
Feldurinn á Bearded collie er mjög einkennandi fyrir tegundina, þetta eru harðgerðir hundar sem þurftu að aðlaga sig við allskonar veður aðstæður og sama má segja með feldinn, en hann er síður og mikill frá toppi til táar og mjög veðurvarinn.
Feldurinn skiptist í tvöfaldan feld, ytri feld sem er grófur og fráhrindandi og síðan þéttann innri feld, svo kallaða ull sem byggist upp og er nauðsynlegt að greiða úr reglulega til að komast hjá flækjum. Feldurinn getur verið bæði sléttur og með liði, en hann á ekki að vera of yfirgnæfandi heldur léttur og lifandi.
Mælt er með að greiða í gegnum feldinn með bursta og greiðu vikulega ef halda á hundinum í feld, oftar í hvolpa- og feldskiptum og baða reglulega eða 1-2 í mánuði. Passa þarf þó að baða ekki of ört eða nota mýkjandi næringu þar sem feldurinn á að vera grófur og getur því misst fráhrindandi eiginleika sína.
Hægt er að raka niður feldinn og losna við þá vinnu sem fylgir því að halda honum, en þá mælt er með að raka hann á 6-8 vikna fresti til að halda því við.
Hreyfing:
Bearded collie er ánægðastur með eigandanum sínum og fylgir honum í hvaða aðstæður sem honum er boðið upp á, hvort sem það sé léttari hreyfing svo sem styttri lausaganga, taumganga, leikur út í garði eða rólegt bæjarrölt en þeir eiga í engum vandræðum með að fara lengri og erfiðari ferðir svo sem fjallgöngu, langt hlaup, hjólatúr, smölun o.s.frv. en þeir hafa einnig sýnt sig vel í m.a. hundafimi og rallý-hlýðni.
Tegundin er almennt mjög heilsuhraust sem lifir að meðaltali 10-13 ár.
Samkvæmt heilsufarskröfum HRFÍ þarf að mjaðmamynda og augnskoða tegundina.
Útlit/bygging:
Bearded collie er léttur en sterkbyggður hundur af miðlungs stærð, rakkar verða 53-56 cm á hæð en tíkur 51-56 cm, bæði kyn verða um 18-27 kg.
Feldurinn er mjög áberandi fyrir tegundina og það sem flestir taka fyrst eftir.
Hundurinn á að vera lengri en hann er hærri. Hreyfingar eiga að vera mjúkar og þekja undirlag áreynslulaust með löngum svífandi skrefum, eyrun liggja þétt við höfuðið, augun er stór og tóna við lit hundsins. Skottið liggur lágt og skal vera lágsett eða í línu eftir búk á hreyfingu.
Tegundin kemur í 4 viðurkenndum litum, svartur, blár, brúnn og sand með hvítum eða tan merkingum, liturinn skal þekja eyru og fara yfir augun. Þeir fæðast dökkir en lýsast svo með aldrinum og geta breyst um lit fram og aftur gegnum árin.
Feldur:
Feldurinn á Bearded collie er mjög einkennandi fyrir tegundina, þetta eru harðgerðir hundar sem þurftu að aðlaga sig við allskonar veður aðstæður og sama má segja með feldinn, en hann er síður og mikill frá toppi til táar og mjög veðurvarinn.
Feldurinn skiptist í tvöfaldan feld, ytri feld sem er grófur og fráhrindandi og síðan þéttann innri feld, svo kallaða ull sem byggist upp og er nauðsynlegt að greiða úr reglulega til að komast hjá flækjum. Feldurinn getur verið bæði sléttur og með liði, en hann á ekki að vera of yfirgnæfandi heldur léttur og lifandi.
Mælt er með að greiða í gegnum feldinn með bursta og greiðu vikulega ef halda á hundinum í feld, oftar í hvolpa- og feldskiptum og baða reglulega eða 1-2 í mánuði. Passa þarf þó að baða ekki of ört eða nota mýkjandi næringu þar sem feldurinn á að vera grófur og getur því misst fráhrindandi eiginleika sína.
Hægt er að raka niður feldinn og losna við þá vinnu sem fylgir því að halda honum, en þá mælt er með að raka hann á 6-8 vikna fresti til að halda því við.
Hreyfing:
Bearded collie er ánægðastur með eigandanum sínum og fylgir honum í hvaða aðstæður sem honum er boðið upp á, hvort sem það sé léttari hreyfing svo sem styttri lausaganga, taumganga, leikur út í garði eða rólegt bæjarrölt en þeir eiga í engum vandræðum með að fara lengri og erfiðari ferðir svo sem fjallgöngu, langt hlaup, hjólatúr, smölun o.s.frv. en þeir hafa einnig sýnt sig vel í m.a. hundafimi og rallý-hlýðni.