• Heim
  • UM DEILDINA
    • STJÓRN OG TENGILIÐIR
    • ÁRSSKÝRSLUR
    • FUNDARGERÐIR
    • STARF TENGILIÐS
  • HEILSUFARSKRÖFUR
  • SMALAEÐLIS- OG FJÁRHUNDAPRÓF
  • DEILDARSÝNINGAR
  • TEGUNDIR
    • AUSTRALIAN CATTLE DOG
    • AUSTRALIAN SHEPHERD
    • BEARDED COLLIE
    • BORDER COLLIE
    • BRIARD
    • COLLIE ROUGH
    • COLLIE SMOOTH
    • OLD ENGLISH SHEEPDOG
    • PEMBROKE WELSH CORGI
    • SHETLAND SHEEPDOG
    • WHITE SWISS SHEPHERD DOG
  • FRÉTTIR
    • ELDRI FRÉTTIR
Fjár - og hjarðhundadeild HRFÍ

Skýrsla stjórnar Fjár og hjarðhundadeildar 2014


Stjórn Fjár- og hjarðhundadeildar 2014
Ingibjörg Ólafsdóttir, formaður
Jórunn Rothenborg, ritari
Svanborg A Magnússdóttir, gjaldkeri
Hilmar Sigurgíslason, meðstjórnandi
Ástríður Magnúsdóttir, meðstjórnandi



Tengiliðir
Australian Shepherd  - Systa Atla
Border Collie  - Guðrún Sigríður Sigurðardóttir
Bearded Collie -  Fanney Dagmar Baldursdóttir
Briard - Elín Lára Sigurðardóttir
Collie rough & Collie smooth - Guðríður Magnúsdóttir
Malinois - (Ingibjörg) Ylfa Ólafsdóttir
Pembroke Welsh Corgi - Kristlaug Elín Gunnlaugsdóttir
Puli - Bjarni Helgason,
Shetland Sheepdog - Lilja Dóra Halldórsdóttir
Polski Owczarek Nizinny - Bjarni Helgason,  
Old English Sheepdog - Hrefna Björk Jónsdóttir,



Stjórnarkjör
Kjörtímabili tveggja stjórnarmanna lýkur á þessum ársfundi þeirra Jórunnar sem ætlar að ganga úr stjórninni og Hilmars sem hefur ákveðið að bjóða sig fram til endurkjörs.



Afrek ársins
Fjár- og hjarðhundadeild er stolt af þvi að eiga stigahæsta hund ársins í HRFÍ en það er Welsh Corgi hundirinn Ryslip Celtic Tiger at Craigycor og rækendur ársins í HRFÍ eru einnig í deildinni en það er Heimsendaræktun. Við óskum Dótlu og Heimsendabændum hamingju með glæsilegan árangur.

Í skýrslum tengiliða kemur fram að fimm hundar stóðust skapgerðarmat og fimm stóðust fjárhundaeðlispróf.


Starfsemi

·         Stjórnin hélt sex fundi á árinu og bauð tengiliðum á tvo þeirra.

·         Lautarferð var skipulögð um hvítasunnuna frá Sólheimakoti. 

·         Á sýningu HRFÍ í september unnu sjálfboðaliðar úr deildinni að ýmsum verkefnum sem snúa að sýningarhaldi. 

·         Fjár og hjarðhundadeild tók þátt í 45 ára afmælishátíð HRFÍ og kynnti fjárhunda í  sérsmíðaðum kynningarbás.

·         Heilbrigðisnefnd var skipuð og er hún enn að störfum.

·         Rætt var við stjórn Schefferdeilar um sameiningu en deildin hefur ekki áhuga á sameiningu að svo stöddu

·         Haldin var aðventu- og uppskeruhátíð í lok nóvember, þá voru stigahæstu hundar tegunda heiðraðir svo og besti öldungur deildar og stigahæstu ræktendur ársins.  Einnig var haldið happadrætti sem vakti mikla lukku að vanda enda glæsilegir vinningar í boði.

·         Haldið var fjáreðlispróf á vegum deildarinnar að Skála í Grímsnesi á árinu í umsjá Guðrúnar S. Sigurðardóttir og fær hún kærar þakkir fyrir framtakið. 

·         Miðnætursýning verður haldinn 20. júní nk. Gert er ráð fyrir að sýningin hefjist síðdegis og úrslitin verði um miðnætti.  Charles Olvis frá USA verður dómari á sýninguni.  Sýningin verður haldin að Hvoli sem er á milli Hveragerðis og Selfoss.  Þar fáum við aðgang að reiðhöll ef veður verður vott og þarna er WC aðstaða og slegið tún.  Lára B. Birgisdóttir vinnur að skipulagningu sýningarinnar í umboði stjórnar

·         Stjórnin hefur ákveðið að endurskoða reglur um fjárhundaeðlispróf og er sú vinna í gangi.

·         Stjórnin vill þakka gott samstarf á árinu og hvetur félagsmenn til að vera virkari í því að mæta á viðburði og taka þátt í verkefnum sem deildinni eru falin.  Starf deildarinnar stendur og fellur með þátttöku ykkar.


Lykiltölur
Á árinu 2014 voru 5 sýningar voru haldnar á vegum HRFÍ fyrir utan hvolpasýningar.  Á þessum fimm sýningum voru 343 hundar sýndir frá Fjár- og hjarðhundadeild,  sem er að meðaltali 69 hundar á hverri sýningu.  Átta hundategundir voru sýndar, Australian Shepheard, Border Collie, Briard, Collie Rough, Collie Smooth, Old English Sheepdog, Shetland Sheepdog og Welsh Corgi Pembrok.


  • Fjöldi gota  11
  • Fjöldi hvolpa 59
  • Íslenskir meistarar 14
  • Alþjóðlegir meistarar 5
  • Innfluttir hundar 4





Með þökkum fyrir gott samstarf.


18. mars 2015

Fyrir hönd stjórnar Fjár- og hjarðhundadeildar HRFÍ

Ingibjörg Ólafsdóttir

Powered by Create your own unique website with customizable templates.
  • Heim
  • UM DEILDINA
    • STJÓRN OG TENGILIÐIR
    • ÁRSSKÝRSLUR
    • FUNDARGERÐIR
    • STARF TENGILIÐS
  • HEILSUFARSKRÖFUR
  • SMALAEÐLIS- OG FJÁRHUNDAPRÓF
  • DEILDARSÝNINGAR
  • TEGUNDIR
    • AUSTRALIAN CATTLE DOG
    • AUSTRALIAN SHEPHERD
    • BEARDED COLLIE
    • BORDER COLLIE
    • BRIARD
    • COLLIE ROUGH
    • COLLIE SMOOTH
    • OLD ENGLISH SHEEPDOG
    • PEMBROKE WELSH CORGI
    • SHETLAND SHEEPDOG
    • WHITE SWISS SHEPHERD DOG
  • FRÉTTIR
    • ELDRI FRÉTTIR