2008 ÁRSKÝRSLA
AÐALFUNDUR FJÁR- OG HJARÐHUNDADEILDAR HUNDARÆKTARFÉLAGS ÍSLANDS – 2009.
19.mars, 2009.
Skrifstofa HRFÍ, Síðumúla 15.
Í stjórn Fjár- og hjarðhundadeildarinnar eru:
Lára Birgisdóttir, formaður
Fanney Dagmar Baldursdóttir, ritari
Lilja Dóra Halldórsdóttir,
María Dóra Þórarinsdóttir,
Halldór M. Ásgeirsson
Til endurkjörs í ár eru:
Lilja Dóra Halldórsdóttir, sem býður sig fram aftur og
Halldór M. Ásgeirsson, sem gefur ekki kost á sér til endurkjörs.
Tengiliðir eru:
Australian shepherd: Alexandra M. Stegemann,
Belgískur fjárhundur: Ylfa Ólafsdóttir,
Border collie: Guðrún Sigríður Sigurðardóttir,
Bearded collie: Fanney Dagmar Baldursdóttir,
Bríard: Elín Lára Sigurðardóttir,
Collie rough: Guðríður Magnúsdóttir,
Old english sheepdog: Hrefna Björk Jónsdóttir,
PON: Bjarni Helgason,
Puli: Ása Knútsdóttir,
Shetland sheepdog: Guðrún Th. Guðmundsdóttir.
Tegundir deildarinnar eru nú orðnar 10. Á árinu voru fluttir inn 4 Old English Sheepdog, 2 frá Brasilíu, þ.m.t. eini rakkinn í hópnum, 1 frá Finnlandi og 1 frá Englandi.
Lítið hafði spurst til þess OES sem var á landinu en sú tík drapst núna í haust 2008, þá 11 ára gömul.
Innflutningur:
Alls voru fluttir inn til landsins 11 hundar innan deildarinnar:
Ein Malinois tík frá Noregi, Border collie rakki frá Finnlandi, 2 Rough collie frá Svíþjóð, 4 Old english sheepdogs. Að lokum voru 3 Sheltiear fluttir inn, 2 frá Svíþjóð og ein tík frá Kanada.
Hvolpar:
Tuttugu og þrír hvolpar fæddust innan deildarinnar. Þrír Australian shepherd, 12 Border collie hvolpar fæddust í 3 gotum, 5 Rough collie í einu goti, 2 Puli hvolpar og 1 Sheltie.
Meistarar:
Níu hundar hlutu Íslenskt meistarastig eða eru búnir að ná sér í þau 3 sem þarf til að fá að sækja um það stig:
Border collieinn nýinnflutti getur nú kallað sig... Isch, Finnish ch, Estonia CH, Latvia CH, Lithuania CH, Baltic CH, Russian CH, Rkf CH DEMSSIN HANDSOME en hann mun vera kallaður Teddy heima.
Aðrir hundar sem hlutu Íslenskan meistaratitil eru:
Australian shepherd hundarnir Heimsenda Rauði Refur og Heimsenda Indjána Fjöður,
Briardinn Auðnu Salka,
Rough collie hundarnir Ingledene She´s the Power, Phrostmade Dazzling Duke og Ingledene Walkin´ to Love.
PONinn Zalotnican Backtracker.
Puli tíkin Midseamanor Gubanc,
Sheltiearnir Bláfelds Arctic Gun og Aha Hot Fine Fairydream.
Fimm hundar náðu sér í Alþjóðlegan meistaratitil en það eru:
Briardinn Heimsenda Happa Tappi,
Rough collie hundarnir Phrostmade Dazzling Duke og Ingledene She´s the Power,
Puli rakkinn Arankas Knock Me Out og
Sheltie tíkin Moorwood Caribbean Night Heiress.
Sýningar:
Það sem verður að teljast einna merkilegast við þetta ár er fyrsta deildarsýningin okkar. Sýningin var haldin í samstarfi við Deild íslenska fjárhundsins og Schnauzer deildina. Sýningin gekk mjög vel, dómari var Kenneth Edh, sem dæmdi Heimsenda Rauða Ref besta hund sýningar, Nætur Cato besta hvolpinn og Heimsenda Smala besta öldunginn. Besti afkvæmahópur sýningar varð border collie hópurinn undan Eyes of The World Yahoobelle.
Próf:
Tvö smalaeðlispróf voru haldin að Bjarnastöðum í Grímsnesi 20 september og 8 nóvember og tóku 9 hundar þátt í þeim, 8 stóðust prófið og 1 hefur tækifæri á að reyna sig aftur við tækifæri.
Fjárhundanámskeið var haldið á Bjarnastöðum og tóku 4 þátt á því.
Heilsufarskröfur:
Eftir langa baráttu við að fá heilsufarskröfur tegunda innan FH samþykktar gerðist það loks að stjórn HRFÍ samþykkti okkar kröfur. Þetta þýðir hertar kröfur hjá öllum tegundum innan deildarinnar en þó mismikið eftir tegundum. Hjá Aussie, Border collie og Briard er reglan sú að ef hundur greinist með mjaðmalos D eða E verða afkvæmi hans ekki skráð í ættbók. Nú þarf bæði að mjaðmamynda og augnskoða t.d. Collie fyrir pörun og niðurstöður að liggja fyrir.
Liggur nú fyrir hjá einhverjum tegundum að fara aftur yfir kröfur sinna tegunda og þá jafnvel að breyta fleiru.
Landbúnaðarsýningvar haldin á Hellu í ágúst og var deildinni boðið að sýna sig og hundana. Hundar af flestum tegundum mættu og vöktu mikla athygli bæði hjá börnum og fulorðnum. Guðrún Sigurðardóttir sýndi Snúð sinn, ungan Border collie hund sem hún hefur verið að þjálfa í smölun. Var virkilega gaman að fylgjast með þeim, hundurinn ekki nema 1½ árs gamall.
Hundategundirnar voru kynntar hver og ein á ákveðnum tíma í sýningarhöllinni og hefur það vafalaust verið góð kynning fyrir tegundirnar og deildina.
Fjárhundakeppni FCI:
Á árinu barst okkur bréf frá FCI þar sem voru skrifaðar reglur um fjárhundakeppnir, Herding Working test og International Sheepdog Trial annarsvegar fyrir Border Collie og Kelpie (Collecting style) og hins vegar fyrir aðrar tegundir (Traditional style).
Þar sem að við höfum dómara til að dæma, aðstöðu og kindur til að halda þessi próf er meiningin að halda svona próf nú með haustinu. Búið er að þýða reglurnar og staðfæra.
Skapgerðarmat:
Stýrihópur um skapgerðarmat hélt fund með stjórn FH. Vandamál hefur verið að fá pláss í skapgerðarmati fyrir hundana þar sem þau eru ekki haldin það oft. Stýrihópurinn óskaði eftir hugmyndum og aðstoð frá FH.
Ákveðið var að við skyldum athuga hvort félagsmenn hefðu áhuga á að starfa með hópnum. Einnig er spurning um að deildin haldi sitt eigið skapgerðarmat og fái einhverja sem geta unnið með hópnum þótt ekki væri nema bara með sínum tegundahópi.
Stigahæstu hundar Fjár og hjarðhundadeildar 2008
Stigahæstu Hrfí hundarnir árið 2008 / Stigahæstu hundar Fjár og hjarðhundadeildar 2008. 8. ISCH Heimsenda Rauði Refur Australian shepherd 10 stig 12. ISCH Bayshore's Tin Soldier Australian shepherd 5 stig 12. ISCH Heimsenda Indjána Fjöður Australian shepherd 5 stig 14. ISCH Moorwood Caribbean Night Heiress Shetland sheepdog 3 stig 14. Zalotnican Backtracker Polski Owczarek Nizinny 3 stig
15. Imbir Bezy-Bezy Briard 2 stig 15. INTUCH ISCH Eyes of the World Yahoobelle Border Collie 2 stig 15. ISCH Heimsenda Yrsa Briard 1 stig ----------------------------------------------------------------------------------- Stigahæstu Hrfí öldungar ársins 2008 / Stigahæstu öldunar Fjár og hjarhundadeildar. 4. INTUCH ISCH Eyes of the world Yahoobelle Border Collie 15 stig 7. INTUCH ISCH Heimsenda Smali Border collie 10 stig
ÁRSSKÝRSLUR TENGILIÐA
Australian Shepherd - Árskýrsla 2008
Sýningar:
20.Jan 2008, deildarsýning HRFI: BHS ISCH Heimsenda Rauði Refur,
03. Mars. 2008, alþjóðlegt hundasýning HRFI: BHT ISCH Bayshore’s Tin Soldier
20. Juni 2008, hundasýning HRFI: BHT ISCH Heimsenda Indjána Fjöður
27. Sept. 2008, hundasýning HRFI: BHS IV: ISCH Heimsenda Rauði Refur
Stigahæsti Australian shepherd 2008: ISCH Heimsenda Rauði Refur
Íslenskir meistarar 2008:
ISCH Heimsenda Rauði Refur hefur hlotið meistaranafnbót þann 29. janúar 2008. Eigendur og ræktendur eru Björn Ólafsson og Lára Birgisdóttir
ISCH Heimsenda Indjána Fjöðurhefur hlotið meistaranafnbót 2008.
Eigandi: Anna Björg Nielsdóttir
Ræktendur: Björn Ólafsson & Lára Birgisdóttir.
Innflutningur og got:
Got 10/07/2008
Foreldrar: ISCH Bayshore Tin Soldier + Threepines Louise of Kaleef
Ræktendur: Heimsenda ræktun Björn Ólafsson og Lára Birgisdóttir
2 Rakka og 1 tík: Heimsenda Blóma Krús, Heimsenda Fjúkandi Reiður, Heimsenda Syngjandi Glaður. Tveir hundar fæddust holgóma og var opið upp í góminn, þeir fóru í aðgerð sem heppnaðist vel.
Enginn innflutningur var á árinu 2008 en væntanleg er tík 2009.
Próf:
Tvö fjárhundaeðlispróf Fjár og hjarðhundadeildar voru haldin í haust á Skála Grímsnesi. Dómari var María Dóra Þórarinsdóttir og ritari Guðrún S Sigurðardóttir. Niðustöður voru þessar:
20. september 2008
Australian Shepherd Heimsenda Sléttu Úlfur/ Stóðst
Australian Shepherd Heimsenda Bjarnar Kló/ Stóðst
8. nóvember 2008
Australian Shepherd Heimsenda Stóri Björn/ Stóðst
Australian Shepherd Heimsenda Tófu Spor/ Féll
Ýmislegt:
Australian sheperd var kynntur bæði í bás og í sýningahring á Landbúnaðarsýningunni á Hellu, sem var frábær kynning fyrir hundana í deildinni.
Kynning á Aussie var haldin í Garðheimum á hundadögum sem er haldið árlega í mars.
Smalanámskeið: Heimsenda Sléttu Úlfur tók þátt í Smalanámskeið 2008. Móri eins og hann er kallaður sýndi mjög góða smalaeiginleika.
Heimsenda Indjána Fjöður fór í mjaðmamyndun 8/09/08 og fékk þvi miður niðurstöðuna E. Þar af leiðandi verður hun ekki notuð til undaneldis.
Alexandra M. Stegemann, tengiliður Australian shepherd.
Skýrsla fyrir Malinois, árið 2008.
- Engir hvolpar fæddust.
- Engir hundar tóku þátt í vinnuprófum.
- Ein tík var svæfð. Það var Sparta, ættb. Þýða. 10.02.2007 - 27.07.2008. Eigandi: Ylfa Ólafsdóttir.
- Ein ný tík var flutt til landsins. Það er Lei-anns Bodil, f: 25.06.2006. Eigandi: Ylfa Ólafsdóttir.
- Einn hundur mjaðma og olnbogamyndaður: Úlfrún, IS10701/07, HD A, AD 1 - Samtals 4 mismunandi hundar tóku þátt í sýningum á vegum félagsins árið 2008:
Úlfrún, IS10701/07
Mars, unghundaflokk: Exc, ísl. meistarastig, alþj. meistarastig, BHT1
Júni, unghundaflokk: VG, 2:a sæti
September, opinn flokk: Exc, ísl. meistarastig, alþj. meistarastig, BHT1
Þruma, IS10708/07
Mars, ungliðaflokk: Exc, HP
Júni, unghundaflokk: VG, 3:a sæti
Þengill, IS10706/07
Mars, ungliðaflokk: Exc, ísl. meistarastig, BOS, BHT2
September, unghundaflokk: VG, 1:a sæti
Þota, IS10704/07
Júni, unghundaflokk: VG, 1:a sæti
MBK,
Ylfa Ólafsdóttir, tengiliður
Ársskýrsla Bearded collie
Því miður er ekkert að frétta af tegundinni þetta árið.
Ennþá er bara einn hundur á landinu skráður í HRFÍ af þessari tegund.
Fanney Dagmar Baldursdóttir, tengiliður
Ársskýrsla Border Collie - 2008
Árið 2008 byrjaði með fyrstu deildarsýningu Fjár- og Hjarðhundadeildar, hún var haldin 20. janúar og þar dæmdi Kenneth Edh. Skráðir voru 18 hundar og mættu 16 í dóm.
BHT varð CIB ISCH Heimsenda Smali og endaði hann sem BHS2 frábær árangur það. Hann varð einnig BÖT og BÖS.
Besti afkvæmahópur sýningar varð border collie hópurinn undan Eyes of The World Yahoobelle.
Næsta sýning var svo 1. til 2. mars
Þar dæmdi Claudio De Giuliani frá Ítalíu 13 hunda
BHT varð Finnish CH, Estonia CH, Latvia CH, Lithuania CH, Baltic CH, Russian CH, Rkf CH DEMSSIN HANDSOME
Svo var það sumarsýningin 28 -29 júní
Dómari var :
BHT varð CIB ISCH Eyes of The World Yahoobelle Hún varð einnig BÖT og endaði 4. í tegundahóp og sem 3. besti öldungur sýningar
Bella var sýnd með afkvæmum og átti 3. besta afkvæmahóp dagsins
Svo var það haustsýningin 27 -28 september,
Dómari var Fredrik Norgen frá Svíþjóð.
BHT varð ISCH Heimsenda Tóta Fljóta.
BÖT CIB ISCH Heimsenda Smali og varð hann 4. besti öldungur sýningar
Besta parið varð Heimsenda Hugur og Morastaða Viska sem urðu 4. besta par dagsins.
Sýndur var ræktunarhópur frá Heimsendaræktun sem fékk heiðursverðlaun og varð 3. besti ræktunnarhópur sunnudagsins.
Border Collie tók þátt í hundakynningu í Garðheimum og tókst það vel.
Á Landbúnaðarsýningunni á Hellu voru kynntar tegundir Fjár- og Hjarðhundadeildar og mættu þar fjölmargir Border collie hundar.
Einnig voru Heimsenda Snúður og eigandi hans með smalasýningu, sem vakti mikla athygli og fylgdist gríðarlegur fjöldi með sýningunni í höllinni. Fólki fannst gaman að sjá svona hund vinna og hvað hann hafði góða stjórn á hópnum og hversu fær hann var þrátt fyrir að vera bara 1 og hálfs árs. Alltaf gaman að geta sýnt fram á hvað hundarnir okkar eru fjölhæfir.
Tvö smalaeðlispróf voru haldin og alls mættu þar 7 borderar sem allir stóðust prófið.
Haldið var fjárhundanámskeið og þar mættu 4 úr border collie hópnum og höfðu bæði hundar og eigendur gagn og gaman af.
Stigahæsti hundur ársins varð CIB ISCH Eyes of The World Yahoobelle hún varð einnig stigahæsti öldungur ársins.
23. nóvember var haldinn border collie hittingur og þar mættu margir hundar ásamt eigendum sínum og áttu góðan dag.
Okkur til ánægju voru samþykktar hertar heilsufarsreglur fyrir border collie. Þar kemur fram að auk þess að undaneldisdýr skulu mjaðmamynduð og niðurstaða kunn fyrir pörun að ef hundur greinist með mjaðmalos D eða E verða afkvæmi hans ekki skráð í ættbók. (Gildir frá 01.03.09). Einnig er ræktunarbann á hunda sem greinast með arfgengt cataract.
Þrjú got voru á árinu það fyrsta hjá Morastaðaræktun undan Magic og Morastaða Ask, þann 27. mars 2008 fæddust 6 hvolpar 3 rakkar og 3 tíkur.
Annað gotið varð hjá Miðdals Smalaræktun undan Morastaða Mirru og Teddy, þann 18. júlí 2008 fæddust 5 hvolpar 1 tík og 4 rakkar.
Síðasta gotið á árinu varð svo hjá Heimsendaræktun undan Heimsenda Tótu Fljótu og Morastaða Gára, þann 17. desember fæddist 1 rakki.
Samtals eru þetta 12 fæddir hvolpar á árinu.
Þetta gerir að heildarfjöldi skráðra Border Collie hunda með staðfesta ættbók frá Hrfí eru 43 rakkar og 21 tík, samtals 64. Þar af eru lifandi 42.
Meistararnir okkar eru orðnir 12 og mun fjölga á þessu ári.
Á árinu 2008 var fluttur inn nýr hundur en það var multi meistarinn DEMSSIN HANDSOME eða Teddy eins og hann er kallaður og er hann nú þegar búinn að bæta íslenskum meistaratitli í hópinn.
ISCH Morastaða Kári eða Púki eins og hann er kallaður keppti í hundafimi og hlaut 3. sæti í AG1 og stefnir hann ótrauður áfram í þessu skemmtilega sporti ásamt eiganda sínum henni Dóru. Einnig tóku þau þátt í brons hlýðniprófi sem haldið var á vegum Hrfí í maí og þar sigruðu þau og hlutu 150 stig af 180 mögulegum.
Síðast en ekki síst tókum við svo í notkun nýju heimasíðuna okkar bordercollie.is
Þar er að finna allar upplýsingar um hundana okkar, nákvæma skrá yfir alla skráða hunda og hverjir eru meistarar og hvaða prófum hundarnir hafa lokið, þar eru einnig almennar upplýsingar um tegundina og vinnupróf eins og smalaeðlispróf. Einnig koma þar allar helstu fréttir eins og sýningaárangur, hvolpafréttir og almennar fréttir eins og af innflutningi og ef hundar ljúka eh prófum
13. mars 2009
Guðrún S Sigurðardóttir tengiliður
Ársskýrsla 2008 Briard
Árið hófst með deildarsýningu 20.janúar. Skráðir voru fjórir og mættu þrír.
BHT I varð ISCH Heimsenda Yrsa og
BHT II ISCH Heimsenda Happa – Tappi
Á vorsýningu voru sýndir fjórir og snerust úrslit þá við frá deildarsýningu
BHT I Heimsenda Happa Tappi og BHT II Heimsenda Yrsa.
Á Sumarsýningu voru sýndir tveir hundar.
Heimsenda Emma í Opnum flokki, hún fékk: Very good og 1.sæti Imbir Bezy Bezy keppti í Unghundaflokki. Hann fékk: Exellent, 1.sæti, meistaraefni, Íslenskt meistarastig, BHT og 3.sæti í tegundrahóp 1
Á Haustsýningu mættu 5 hundar og fóru úrslit þannig að
ISCH Heimsenda Yrsa meistara flokkur: Excellent BHT CACIB
Imbir Bezy Bezy Unghunda flokkur: Excellent Besti rakki M.STIG og CACIB
Briard var kynntur á Landbúnaðarsýningunni á Hellu og mættu fyrir tegundina Happa-Tappi, Yrsa og Bjössi og vöktu þau óskipta athygli enda glæsilegir fulltrúar tegundar.
Laugardaginn 22 .nóvember komum við saman í Reiðhöll Gusts til að heiðra stigahæsta briard ársins 2008. Stigahæstur var Imbir Bezy Bezy með 2 stig og næst honum var Heimsenda Yrsa með 1 stig. Aðrir komust ekki á blað. Alls mættu 6 briardar og var þessi stund hin ánægjulegasta. Ég vil þakka öllum sem komu og tóku þátt í þessari skemmtilegu stund með okkur.
Heimsenda Happa-Tappi fékk staðfestan Alþjóðlegan meistaratitil á árinu og er eini núlifandi Briardin sem ber þann titil og annar í röð Íslensk fæddra af tegundinni.
Auðnu Salka hefur fengið staðfestan Íslenskan meistaratitil.
Enn fækkaði í Briard hópnum á árinu en Heimsenda Hnota og Heimsenda Glúmur kvöddu á árinu 2008.
Eigandi Imbir, Stella Sif hefur fest kaup á tík frá Svíþjóð og er hún væntanleg til landsins í apríl 2009.
Briard tók þátt í tegundarkynningu í Garðheimum á árinu.
Ekkert got hefur verið á árinu.
Tegundin hefur komið sér upp heimasíðu þar sem tegundin er kynnt og upplýsingum miðlað www.briardar.com
Minnst hefur verið á það helsta sem á dagana hefur drifið á árinu 2008
19.mars 2009 Elín Lára Sigurðardóttir.
Ársskýrsla Collie rough
Fjölmargir Collie hundar mættu á sýningar ársins og fengu góða dóma
Á árinu 2008 voru fluttir inn 2 collie rakkar frá Svíþjóð, Steadwyn Nobel Tuxedo, sem er þrílitur og Steadwyn Frosted Mirror, sem er blue merle að lit.
Lánshundurinn Steadwyn Sacred Blues fór til síns heima með ISCH og Norduch titla í farteskinu.
Phrostmade Dazzling Duke hlaut íslenskan og alþjóðlegan titil
Ingledene She´s the Power hlaut íslenskan og alþjóðlegan titil og
Ingledene Walkin to Love hlaut íslenskan meistaratitil.
Eitt got með 5 hvolpum var á árinu undan meisturunum Ingledene She´s The Power og Phrostmade Dazzling Duke.
Nokkrir Collie eigendur hittust, með hundana sína, í Sólheimakoti í haust og fóru í göngutúr á svæðinu og á eftir var farið inn og menn fengu sér kaffi og kökur. Collie-málin voru rædd á meðan kíkt var í Collie bækur og tímarit og skipst á skoðunum.
Í framhaldi af þessu labbi var opnað Colliespjall á netinu og er það töluvert notað enda töluvert einfaldara og fljótlegra að koma upplýsingum á milli þannig.
Einnig er heimasíða tegundarinnar smám saman að verða til.
Hugmyndir um námskeið og fyrirlestra eru uppi og svo er að sjá hvað verður úr því. Stefnt er að göngu fljótlega enda sól að hækka á lofti.
Guðríður Magnúsdóttir, tengiliður
Old english sheepdog ársskýrsla
Eftir viðburðalítil ár voru 4 OES fluttir inn á árinu 2008. Rakki og tík komu frá Brasilíu, svört og hvít tík frá Finnlandi og blá og hvít tík frá Englandi.
Nú er að vonast til að við förum að sjá meira til þessarar tegundar hér á landinu.
Á þessu ári dó tíkin Lína, sem var eini núlifandi OES fram að þessum innflutningi. Lína var orðin 13 ára gömul. .
Nýr tengiliður er fyrir tegundina, Hrefna Björk Jónsdóttir, sem einnig er eigandi af þeirri finnsku.
Polski Owczarek Nizinny - PON Skýrsla ársins 2008. Tegundinni gekk vel á sýningum ársins. Fjórði besti hundur í tegundahópi 1 með íslenskt- og alþjóðlegt meistarastig á vorsýningu.
Þriðji besti hundur í tegundahópi 1 með íslenskt- og alþjóðlegt meistarastig á haustsýningu. Kolka, eini einstaklingur tegundarinnar á Íslandi, varð íslenskur meistari á árinu. Hún náði einnig góðum árangri á framhaldsnámskeiðum í hlýðni 1 og 2 hjá Gallerí voff og stundaði hundafimi af miklum móð. Eigendur fóru á heimssýninguna í Stokkhólmi til að komast í kynni við fleiri ræktendur og eigendur. Það var tekið upp mikið af myndefni sem er aðgengilegt á heimasíðu tegundarinnar Northpon.com Ræktendur frá Finnlandi kíktu í heimsókn á leið sinni um landið og deildu þekkingu sinni á tegundinni. Ekki er fyrirhugaður innflutningur á sæði eða rakka í nánustu framtíð þótt sá möguleiki sé ekki útilokaður. -----------
Puli
Woodie varð alþjóðlegur meistari og Gubanc Íslenskur meistari. Ég er með innflutning í huga svona einhverntíma seint á þessu ári ef vel gengur. Ekkert got er planað í bili það fæddust 2 hvolpar, einn rakki og ein tík, hún var masked fako, ótrúlega tíkarleg og falleg... hún fórst. Rakkinn er svartur og fjallmyndarlegur. Hann fékk mjóg góða umsögn og verðlaun. Ekkert got er planað í bili.
Kv. Ása og Pulik
Ársskýrsla Shetland Sheepdog f/árið 2008.
Í dag eru 28 Shetland sheepdog hundar skráðir hjá HRFÍ.
Göngur:
Farið var í þrjár göngur á árinu.
15 mars var farið í göngu frá Rauðavatni. Gengið var "upp á heiði" Morgunblaðshúsmegin, og var mæting góð, og gott veður.
12. október var farið í göngu, frá Rauðavatni einnig. Mæting var frábær og veður gott.
Þriðja gangan var svo 30 nóvember, frá Rauðhólum. Fámennt en góðmennt.
Sýningar: Sýning Fjár- og Hjarðhundadeildar 20.01.2008.
Á sýningu Fjár- og Hjarðhundadeildar voru 7 shetland sheepdog skráðir. Einn rakki var skráður og hlaut Bláfelds Arctic Gun "Leó" (eig. Erna Valsdóttir, rækt. Guðrún Th. Guðmundsdóttir) sitt 3. meistarastig og getur því sótt um titilinn íslenskur meistari. Af tíkunum stóð ISCH Moorwood Caribbean Night Heiress "Dimma" (eig. Guðrún Th. Guðmundsdóttir og rækt. Birgitta og Per Svarstad) uppi sem sigurvegari og varð hún jafnframt besti hundur tegundar og hreppti síðan fjórða sæti í keppni um Besta Hund Sýningar. Íslenska meistarastigið fékk tíkin í öðru sæti Marvellous Sunlight "Sunna" (eig. Róbert Daníel Jónsson, rækt. Elínborg Sturlaugsdóttir). Í þriðja sæti varð INTUCH ISCH Yrar-Alúð "Píla" (eig. Guðrún Th. Guðmundsdóttir og rækt. Agnes Ýr) og fékk hún meistaraefni og varð jafnframt besti öldungur tegundar og hafnaði í öðru sæti um besti öldungur sýningar.
Alþjóðleg hundasýning HRFÍ, 1.-2. mars 2008 í Reiðhöll Fáks í Víðidal í Reykjavík.
Sjö Shetland sheepdog voru sýndir hjá dómaranum Diane Anderson frá USA. Besti hundur tegundar var Moorwood Caribbean Night Heiress "Dimma", (eig. Guðrún Th. Guðmundsdóttir og rækt. Birgitta og Per Svarstad), sýnandi var Þorbjörg Ásta Leifsdóttir. Dimma varð síðan þriðja sæti í tegundahóp 1. Dimma sem er nýkrýndur íslenskur meistari fékk sitt fjórða alþjóðlega meistarastigið (CACIB) og getur er þar með sótt um titilinn alþjóðlegur sýningameistari. Íslenskt meistarastig fékk tíkin Aha Hot Fine Fairydream "Fiona" (eig. Eigandi: Vignir Sigurðsson og fjölskylda, rækt. Bo & Birgitta Nilsson í Svíþjóð). Þetta er þriðja íslenska meistarastigið hennar og þar með getur hún sótt um titilinn íslenskur sýningameistari. Úrslit urðu eftirfarandi: Bláfelds Arctic Gun "Leó" Eigandi: Erna Valsdóttir, Ræktandi Guðrún Th Guðmundsdóttir. 1. sæti í meistaraflokki, meistaraefni, BH-1, BHT-II
Bláfelds Black Aragorn "Flóki" Eigandi: Hrefna Þráinsdóttir, Ræktandi Guðrún Th Guðmundsdóttir. 0 Moorwood Caribbean Night Heiress "Dimma" Eigandi: Guðrún Th Guðmundsdóttir, Ræktandi Birgitta og Per Svarstad. 1. sæti í meistaraflokki, meistaraefni, BT-1, Alþjóðl. meistarastig (CACIB), BHT-I, TH-3 Aha Hot Fine Fairydream "Fiona" Eigandi: Vignir Sigurðsson og fjölskylda og rækt. Bo & Birgitta Nilsson í Svíþjóð Excellent, 1. sæti í opnum flokki, meistaraefni, ísl.meistarastig, BT-2 Míra Eigandi: Vignir Sigurðsson og fjölskylda og rækt. Vignir Sigurðsson Excellent, 1. sæti í unghundaflokki, meistaraefni, BT-3 Marvellous Sunlight "Sunna" Eigandi: Róbert Daníel Jónsson, Ræktandi Elínborg Birna Sturlaugsdóttir. Excellent, 2. sæti í unghundaflokki, meistaraefni, BT-4 Hvolpaflokkur 6 -9 mánaða Midnight sun "Lotta" Eigandi: Lilja Dóra Halldórsdóttir, Ræktandi Vignir Sigurðsson. 1. sæti í hvolpaflokki 6-9 mánaða, heiðursverðlaun, Besti hvolpur tegundar.
Sumarsýning Hundaræktarfélags Íslands 28.-29. júní 2008 í Reiðhöll Fáks í Víðidal í Reykjavík.
Fjórir shetland sheepdog voru skráðir. Dómari var Kurt Nilson frá Svíþjóð.
Úrslit urðu eftirfarandi: Opinn flokkur Rakkar Fáfnir Eigandi: Svala Hrönn Jónsdóttir, Ræktandi: Vignir Sigurðsson Very good, 1. sæti í Ungliðaflokki Rakka
Ungliðaflokkur tíkur Grandgables Icelandic Queen "Allý" Eigandi: Róbert Daníel Jónsson, Ræktandi Cheryl Peplin Very good, 1. sæti í Ungliðaflokki tíkur
Midnight sun "Lotta" Eigandi: Lilja Dóra Halldórsdóttir, Ræktandi Vignir Sigurðsson. Good Unghundaflokkur tíkur Marvellous Sunlight "Sunna" Eigandi: Róbert Daníel Jónsson, Ræktandi Elínborg Birna Sturlaugsdóttir. Very good, 1. sæti í Unghundaflokki tíkur
Alþjóðleg hundasýning Hundaræktarfélags Íslands verður 27.-28. september í reiðhöllinni Víðidal, Reykjavík.
Átta shetland sheepdog voru skráðar. Agnes Kertes Ganami frá Ísrael dæmdi tegundina og var hún greinilega ánægð með hópinn. Sunna nældi í annað íslenska meistarastigið sitt, Fiona mun væntanlega fá þriðja alþjóðlega stigið sitt þar sem besti hundur tegundar, Dimma, er nú þegar alþjóðlegur meistari og Moli, nýinnfluttur tricolour hvolpur, endaði sem annar besti hvolpur sýningar. Úrslit urðu annars eftirfarandi: Hvolpaflokkur rakkar 4-6 mánaða: Bláfelds Arctic Truck (Stormur), 1. sæti Heiðursverðlaun Hvolpaflokkur rakkar 6-9 mánaða: Moorwood Caribbean Night Copy (Moli), 1. sæti, heiðursverðlaun, BIS-2 hvolpur. Unghundaflokkur tíkur: Midnight Sun (Lotta), Excellent, 1. sæti, Heiðursverðlaun. Grandgables Icelandic Queen (Allý), Excellent, 2. sæti, Heiðursverðlaun. Opinn flokkur tíkur: Marvellous Sunlight (Sunna), Excellent, 1. sæti, meistaraefni, íslenskt meistarastig, BT-3. Mira, Very good. Meistaraflokkur tíkur: Intuch Isch Moorwood Caribbean Night Heiress (Dimma), 1. sæti, meistaraefni, alþj. meistarastig, BT-1, Besti hundur tegundar. Isch Aha Hot Fine Fairydream, 2. sæti, meistaraefni, vara-alþj. meistarastig, BT-2
Nýir Meistarar:
"Fiona" ISCH Aha Hot Fine Fairydream, er orðinn íslenskur meistari. Eigandi er Vignir Sigurðsson og fjölskylda. Ræktandi er Birgitta Nilsen.
Einnig er "Leó" ISCH Bláfelds Arctic Gun, orðinn Íslenskur meistari. Eigandi er Erna Valsdóttir og fjölskylda. Ræktandi er Guðrún Th Guðmundsdóttir.
Það eru því 7 meistarar til og á lífi í dag. Miklu fleiri hundar hafa hlotið meistarastig eða meistaraefni.
FCI hefur staðfest alþjóðlegan meistaratitil (INTUCH) Dimmu, Moorwood Caribbean Night Heiress. Ræktendur eru þau Birgitta og Per Svarstad, Eigandi Guðrún Th Guðmundsdóttir.
Innflutningur:
3 Shetland sheepdog hafa verið fluttir inn á árinu og hafa verið skráðir í ættbók HRFÍ.
13 mars kom úr einangrun blár (blue merle) karlhundur. Moorwood Caribbean Blue Lovelace "Ísi". Eigandi er Lilja Dóra Halldórsdóttir. Ræktandi eru þau Birgitta og Per Svarstad í Svíþjóð. Ísi er fyrsti blái karlhundurinn sem kemur til landsins.
29. maí sl. kom tíkin GrandGables Icelandic Queen "Allý" úr einangrun. Hún er þrílit og kemur frá Kanada. Eigandi er Róbert Daníel Jónsson, ræktendur eru Guy Jeavons & Mark McMillan.
11. sept. kom svo karlhundurinn Moorwood Caribbean Night Copy "Moli" úr einangrun, en hann kemur frá þeim Birgitta og Per Svarstad í Svíþjóð. Eigandi hans er Sóley Halla Möller.
Hvolpafréttir:
Eitt got leit dagsins ljós á árinu. Var það tíkin Bláfelds Arctic Midnight Sun "Hekla Rós" sem gaut þann 21 maí, 3 lifandi hvolpum. Einum karlhundi, stórum og pattaralegum, sem lifði og tveim tíkum, mjög litlum og óþroskuðum. Þær drápust, önnur á fyrsta degi, hin nokkrum dögum seinna. Þrátt fyrir þónokkrar björgunaraðgerðir.
Hvolpurinn sem lifði hlaut nafnið Bláfelds Arctic Truck "Stormur" en faðir hvolpanna var Fáfnir.
Ræktandi Guðrún Th Guðmundsdóttir og eigandi hans núna Gunnlaugur Þráinsson og fjölskylda Kópavogi.
Heilsufar:
Eftirfarandi breytingar á heilsufarskröfum hafa verið gerðar fyrir Shetland Sheepdog og taka þær í gildi 01.03.2009. Augnvottorð: Vottorð undaneldisdýra skulu ekki vera eldri en 18 mánaða við pörun.
Got undan tveimur bláum (blue merle) hundum fæst ekki ættbókarfært og ræktunarbann er á hvolpum undan bláum (blue merle) og gulum (sable).
Fjár- og hjarðhundadeild mælir einnig með: Augnskoðun hvolpa fyrir 12 vikna aldur með tilliti til CEA (Collie Eye Anomaly).
Annað:
Fjár og Hjarðhundadeild var með kynningu og smalahundasýningu á Landbúnaðarsýningunni á Hellu dagana 23 og 24 ágúst. Deildin var með glæsilegann bás í stóðhestahúsi og voru sheltie hundar þar báða dagana.
18. mars 2009.
Guðrún Th Guðmundsdóttir.
Tengiliður Shetland Sheepdog.