• Heim
  • FRÉTTIR
    • ELDRI FRÉTTIR
  • UM DEILDINA
    • STJÓRN OG TENGILIÐIR
    • ÁRSSKÝRSLUR
    • FUNDARGERÐIR
    • STARF TENGILIÐS
  • HEILSUFARSKRÖFUR
  • SMALAEÐLIS- OG FJÁRHUNDAPRÓF
  • DEILDARSÝNINGAR
  • TEGUNDIR
    • AUSTRALIAN CATTLE DOG
    • AUSTRALIAN SHEPHERD
    • BEARDED COLLIE
    • BEAUCERON
    • BORDER COLLIE
    • BRIARD
    • COLLIE ROUGH
    • COLLIE SMOOTH
    • OLD ENGLISH SHEEPDOG
    • PEMBROKE WELSH CORGI
    • SHETLAND SHEEPDOG
    • WHITE SWISS SHEPHERD DOG
Fjár - og hjarðhundadeild HRFÍ
2007 ÁRSSKÝRSLA

AÐALFUNDUR

FJÁR- OG HJARÐHUNDADEILDAR (FH)

HUNDARÆKTARFÉLAGS ÍSLANDS

28.FEBRÚAR, 2008

Í STJÓRN FH ERU:

Lára Birgisdóttir, formaður

Fanney Dagmar Baldursdóttir, ritari

María Dóra Þórarinsdóttir,

Halldór M. Ásgeirsson

Lilja Dóra Halldórsdóttir

TENGILIÐIR TEGUNDANNA ERU:

Australian shepherd: Alexandra M Stegemann.

Border collie: Guðrún Sigríður Sigurðardóttir.

Bearded collie: Ágúst Þórðarson.

Briard: Elín Lára Sigurðardóttir.

Collie rough: Guðríður Magnúsdóttir.

Belgískur fjárhundur: Ylfa Ólafsdóttir.

Puli: Ása Knútsdóttir.

Shetland Sheepdog: Guðrún Th. Guðmundsdóttir.

PON: Bjarni Helgason.

UNNIÐ Í ÝMSUM MÁLUM HVAÐ VARÐAR DEILDINA GAGNVART HRFÍ.

                        -

FH spurðist fyrir um hver kostnaðurinn væri við að augnskoða hvolpa yngri en 10 vikna. Helga Finnsdóttir var spurð að þessu en hún hefur ekki svarað. Formlegt bréf verður sent til stjórnar HRFÍ.

-

Óskað eftir að smalaeðlisprófið verði viðurkennt sem vinnupróf fyrir þær tegundir sem það þurfa. Með breyttum sýningarreglum var smalaeðlisprófið samþykkt til íslensks meistara en ekki alþjóðlegs meistara. Til þess þarf að breyta umsókn sem send var um árið (til FCI) að hundarnir þurfi spor og hlýðni.

-

Sýningarreglum verði breytt hjá “vinnuhundategundum” innan gr. 1, þ.e.a.s. hundur geti hlotið titilinn “sýningarmeistari”. Svar hefur ekki borist. Við verðum að ítreka að fella niður álög á tegundirnar til að þær geti orðið sýningarmeistarar. Stjórn HRFÍ hefur ekki svarað bréfi okkar og eru nú nokkrir hundeigendur sem bíða eftir að geta sótt um titil að alþjóðlegum meistara þótt þeir uppfylli kröfu sem FH gerir.

-

Óskað hefur verið eftir að reglum verði breytt hjá nokkrum tegundum innan grúppu 1 hvað varðar heilbrigðiskröfur til undaneldishunda. Svar barst frá vísindaráði og hefur verið farið yfir það og óskum um reglur breytt til að koma á móts við athugasemdir vísindaráðs.

2

SMALAEÐLISPRÓF

Laugardaginn 20. október 2007 var haldið smalaeðlispróf að Bjarnastöðum í Grímsnesi. Þetta árið var prófið haldið úti þrátt fyrir misjafnt veður og mæltist sá háttur vel fyrir af þeim sem mættu. 16 hundar mættu í dóm. 1 Polski owczarek nizinny mætti og stóðst hún prófið. 1 Briard mætti og stóðst hann prófið. 4 Australian shepherd mættu, 3 stóðust en einn féll en talið var æskilegt að hún mætti aftur síðar. 7 Border collie hundar mættu og stóðust þeir allir. 3 Íslenskir fjárhundar mættu að þessu sinni og stóðust þeir allir prófið. Framkvæmdaraðili var Border collie klúbburinn Smali sem sá um uppsetningu og útvegaði kindur fyrir prófið. Prófstjóri var María Dóra Þórarinsdóttir, ritari var Guðrún S Sigurðardóttir. Það sem þetta er eðlispróf þarf ekki undirbúning fyrir prófið, hundurinn hefur um ákveðinn tíma til að sýna fénu áhuga, flestir fjárhundar vilja reka féð til smalans en aðrar tegundir vilja reka frá eins og Íslenski fjárhundurinn. Prófstjóri sér mörg atriði þegar hundurinn smalar, hvort hann hafi auga á fénu, geltir mikið eða lítið, hvort hann reynir að stoppa það eða rekur frá og margt fleira sem er skráð á prófblaðið. Eðlispróf eru notuð víðvegar í hundaheiminum og má nefna að eðlispróf er til fyrir Retriever hunda, þeir sækja í vatn og þurfa að skila fugli til eigandans. Nú er svo komið að Fjár og Hjarðhundadeild hefur áhuga að koma upp keppni fyrir fjárhunda, þá að láta hundinn sækja og koma með féð inn í fjárrétt. Til að geta boðið uppá fjárhundakeppni þarf æfingar fyrir smalann og hundinn eins æfingastað og kindur, þetta er í farvatni hjá deildinni og gaman væri að geta haldið fjárhundakeppni á næsta ári.

HUNDAFIMI

Til stóð að halda kynningu/námskeið í hundafimi. Áhugi var ekki nógu mikill þá stundina svo hætt var við þetta en til stendur að athuga hvort enn séu haldnar kynningar á hundafimi og sjá hver áhuga manna er á þessu síðar og hafa þá skráningu bindandi.

TEGUNDABÁSAR Á SÝNINGUM

Breytingar voru gerðar á kynningabásum tegundanna í ár. Búin voru til plaköt og var sama uppsetningin höfð á þeim öllum til að gera heildarmyndina betri. Hver tegund greiddi fyrir sitt plakat. Einhverjar rispur mynduðust á plakötin þegar þeim var rúllað upp og var þá sú ákvörðun tekin að gera nýja borða sem myndu henta betur í uppsetningu og geymslu. Það lítur út fyrir að þeir ætli að standa sig mjög vel og þola flutninga betur.

.

AUSTRALIAN SHEPHERD

Australian shepherd Á árinu náði Australian shepherd fullri aðild að FCI og getur því nú orðið alþjóðlegur meistari (CACIB). Fyrstu áströlsku fjárhundarnir náðu Cacibi á haustsýningu félagsins.

DEILDARSÝNING

Deild FH hélt sína fyrstu deildarsýningu í félagi við DÍF og Schnauzerdeildina. Góður árangur fyrir ekki eldri deild. Dómari fyrir FH var Kenneth Ed, sem einnig dæmdi íslenska fjárhundinn á laugardeginum. Sýningin gekk í alla staði vel.

LOGO FJÁR- OG HJARÐHUNDADEILDAR

Bjarni Helgason (PON) bjó til logo fyrir deildina sem mikil ánægja var með. Logoið sýnir “meðal” fjárhundinn og landslag og búpening á bakvið.

4

NÝJIR MEISTARAR Á ÁRINU:

ISCH Morastaða Kári (bc),

ISCH Ingledene She´s the Power (collie),

ISCH Phrostmade Dazzling Duke (collie),

ISCH Arankas Knock Me Out (Puli),

ISCH Moorwood Caribbean Night Heiress (sheltie),

INTUCH, NUCH, DKCH, ISCH, NORDUCH Steadwyn Sacred Blues (collie),

INTUCH ISCH Heimsenda Hugur. (bc),

ISCH Heimsenda Tóta Fljóta (bc).

INNFLUTTIR HUNDAR Á ÁRINU:

Briard: 1 hundur.

Australian shepherd: 1 hundur.

VÆNTANLEGIR TIL LANDSINS Á ÁRINU 2008 ERU:

1 Border collie rakki frá Finnlandi, sem er kominn til landsins,

1 Groenendael frá Noregi.

2 Collie rough frá Svíþjóð.

1OldEnglish Shepherdfrá Englandi.

HVOLPAR FÆDDIR Á ÁRINU 2007:

Australian Shepherd: 1 got, 7 hvolpar.

Border collie: 1 got, 5 hvolpar

Bearded collie: 0

Briard: 0

Collie rough: 1 got, 6 hvolpar.

Malinois: 1 got, 7 hvolpar

PON: 0

Puli: 0

Shetland sheepdog: 3 got, 1 lifandi í dag af 9 fæddum.

STIGAHÆSTU HUNDAR DEILDARINNAR ERU:

                        -

Shetland sheepdog: Aha Hot Fine Fairydream með 14 stig. Hún er einnig 4 stigahæsti hundur ársins 2007.

-

Australian Shepherd: Heimsenda Rauði Refur og Heimsenda Indjána Fjöður með 5 stig hvort.

-

Border collie: ISCH AMCH Bayshore Practical Magic með 4 stig

-

Bríard: Heimsenda Yrsa og Auðnu Urður með 2 stig hvor. Hin síðarnefnda er fallin frá.

-

PON: Zalotnican Backtracker með 2 stig.

6

SKÝRSLA TENGILIÐA

ÁRSKÝRSLA 2007 AUSTRALIAN SHEPHERD

Sýningar:

Sýningarárið 2007 var mjög árangursríkt fyrir Australian shepherd stofninn. Heimsenda Rauði Refur varð í 2 sæti í tegundarhóp á sumarsýning 2007 og Heimsenda Indjána Fjöður endaði sömuleiðis í 2 sæti í tengundarhóp núna í haustsýningu 2007. Báðir hundar eru 2ja ára gamlir frá ræktun Láru og Bjössa undan Threepines Louise of Kaleef og ISCH Bayshore’s Tin Soldier. Þessi 2 hundar voru lika stigahæstu australian shepherd 2007 með 4 stig hvor. Einnig vann afkvæmahópur frá ISCh Bayshore’s Tin Soldier heiðursverðlaun og varð besti afkvæmahópur dagsins bæði á sumar- og haustsýningu.

Influttningur og got:

Nýr Australian shepherd frá USA hefur verið fluttur inn á árinu: Tesa Red Man at Bayshore, Fæddur: 08.04.2005. Faðir: AMCH ITACH Bayshore's Ralph Lauren. Móðir: Bayshore Bubblicious. Ræktandi: Theresa Hirsch. Eigandi: Anna Björg Níelsdóttir.

Það fæddist got þann 16.11.2007, 2 hundar og 5 tíkur. Foreldrar eru Tesa red Man at Bayshore og Threepines Louise of Kaleef.

Próf:

Á Smalaeðlisprófi þann 20.10.2007 mættu 4 Australian shepherd, 3 stóðust en einn féll en talið var æskilegt að hún mætti aftur síðar.

Ymislegt:

Australian shepherd hefur náð fullri aðild að FCI og getur því Australian shepherd hlotið alþjóðlegt meistarastig CACIB. Til að hljóta titilinn alþjóðlegur sýningameistari INT UCH þarf Australian shepherd að hljóta fjögur alþjóðleg meistarastig (CACIB) á fjórum alþjóðlegum sýningum. A.m.k. eitt ár verður að líða frá því að hundur fær sitt fyrsta alþjóðlega meistarastig og þar til þess fjórða kemur. Þá skulu stigin hafa verið veitt af dómurum af þremur þjóðernum.

Tengiliður, Alexandra M Stegeman.

ÁRSSKÝRSLA BORDER COLLIE 2007

Á þessu ári var 1 got. 5 hvolpar fæddust undan Morastaða Lótus Ísafold og Altricia Black Ice. Tveir bláir og hvítir rakkar 1 svartur og hvítur rakki og 2 svartar og hvítar tíkur komu í heiminn 3 janúar 2007.

Á marssýningunni voru margir skráðir en margir voru heima og mættu ekki sökum parvósýkingar sem upp kom. Gengi þeirra sem mættu var hins vegar mjög gott og BHT varð ISCH AMCH Bayshore´s Practical Magic Hún hlaut CACIB og 3.sætið í tegundarhóp 1. Magic var einnig sýnd með afkvæmahóp (3 afkvæmi) og fyrir hópinn hlaut hún heiðursverðlaun og afkvæmahópur hennar náði þeim frábæra árangri að verða besti afkvæmahópur sunnudagsins. Sá árangur að ná 3. sæti í tegundarhóp dugði Magic til þess að hún varð stigahæsti border collie ársins.

Á sumarsýningunni voru margir hundar skráðir og fleiri tíkur en nokkru sinni fyrr. Alls mættu 11 rakkar og 7 tíkur.

Askur varð besti hvolpur í yngri hvolpaflokki og fór í úrslitin. Í eldri hvolpaflokki varð Heimsenda Snúður hlutskarpastur og fór í úrslitin. Besti rakki tegundar varð INTUCH ISCH Heimsenda Smali og BHT varð INTUCH ISCH Eyes of the World Yahobelle og einnig var hún besti öldungurinn og fór því bæði í úrslit öldunga og í tegundarhóp.

Einn ræktunarhópur var sýndur frá Heimsendaræktun og hlaut hópurinn heiðursverðlaun og varð 4. besti ræktunarhópurinn.

Í október voru skráðir 17 hundar og BHT varð Morastaða Kári og hlaut hann einnig íslenskt og alþjóðlegt meistarastig á þessari sýningu sem varð til þess að hann gat sótt um ISCH titilinn sinn svo hann bættist í hóp Íslenskra meistara á árinu. BHT 2 varð INTUCH ISCH Eyes of the World Yahobelle og einnig varð hún besti öldungur tegundar. Á sýningunni hlaut Heimsenda Tóta Fljóta sitt 3 íslenska meistarastig og sótti um titilinn í kjölfarið og bættist hún því einnig í hóp meistaranna okkar í border collie.

Sýndur var ræktunarhópur frá Heimsendaræktun sem í voru 4 rúmlega 9 ára gamlir hundar og hlaut hópurinn heiðursverðlaun. Tveir hundar voru afkvæmasýndir þeir INTUCH ISCH Heimsenda Smali og INTUCH ISCH Heimsenda Hugur og hlutu báðir hóparnir heiðursverðlaun.

Laugardaginn 20.oktober 2007 var svo haldið smalaeðlispróf og þar mættu 7 border collie hundar á mjög breytilegum aldri frá 11 mánaða til 12 ára og stóðust þeir allir prófið.

Í janúar á þessu ári var fluttur inn nýr Border Collie hundur til landsins Finnish CH, Estonia CH, Latvia CH, Lithuania CH, Baltic CH, Russian CH, Rkf CH DEMSSIN HANDSOME eða öðru nafni Teddy svo að nú eru skráðir með ættbók hjá

8

hrfí alls 52 border collie hundar og af þeim eru 4 innfluttir og einn var fluttur út. 36 eru lifandi enn í dag. Alls hafa hlotið íslenskan meistaratitil 9 hundar og 4 eru orðnir alþjóðlegir meistarar.

Tengiliður Border Collie Guðrún S Sigurðardóttir

Ársskýrsla 2007

BRIARD

Færri hundar mættu á vorsýningu 2007 en skráðir voru sökum parvosmits sem upp kom innan tegundarinnar. En besti hundur tegundar á þeirri sýningu var Auðnu Urður ( Rokka )

Á sumar og haustsýningu varð Heimsenda Yrsa BHT og 4. í TH á báðum sýningum.

Einn briard Auðnu Týr ( Bjössi ) þreytti fjárhunda eðlispróf í október og stóðst hann prófið. Þetta er í annað skipti sem eðlispróf er haldið og að þessu sinni utan húss. Var það mál manna að það væri auðveldara fyrir hundana að vinna úti heldur en innan dyra eins og árið á undan.

Tveir briard hundar voru augnskoðun á árinu og hefur undirrituð óstaðfest að a.m.k. ein tík hafi staðist skapgerðarmat.

Einn hundur var fluttur inn í nóvember frá Póllandi Imbir Bezy Bezy fæddur 25.02.2007. Hann hefur tekið þátt í einni sýningu í heimalandi sínu sem var Briard og Beauceron specialist sýning og gerði sér lítið fyrir og varð Besti hvolpur sýningar þá 7 mánaða gamall. Ættbókarnúmerið hans hjá Hundaræktarfélagi Íslands er IS11603/08

Stórt skarð hefur verið höggvið í briard stofninn á Íslandi sl.ár. Að minnsta kosti 8 dýr hafa horfið yfir móðuna miklu og er það mikið úr ekki stærri hóp. Í dag eru 22 skráðir briardar hjá HRFÍ.

Ekkert got hefur verið frá því í janúar 2006 en mikill skyldleiki innan stofnsins hefur aðallega komið í veg fyrir það. Nú er bara að fylgjast með hvernig sá nýinnflutti stendur sig á sýningum og hvort hann muni hafa áhrif þar á.

Tengiliðaskipti urðu í mars 2007 og tók undirrituð þá við af Nönnu Zophaníasardóttur.

Elín Lára Sigurðardóttir, tengiliður Briard

ÁRSSKÝRSLA COLLIE ROUGH 2007

Á árinu 2007 var eitt got þar sem fæddust 7 hvolpar, 2 tíkur og 5 rakkar, undan:

Ingledene Walkin to Love og Nætur Geysi.

Þrjár sýningar voru á árinu,

á vorsýningu voru 10 hundar sýndir:

Rakkar:

1.sæti. Steadwyn Sacred Blues, fékk meistarastig, CACIB og og BHT l.

2.sæti. Adam First Born av Northern Bones, fékk meistaraefni og Vara CACIB (fékk CACIB staðfestingu frá FCI)

Tíkur:

1.sæti. Ingledene She´s The Power, fékk meistarastig, CACIB og BHT ll.

2.sæti. Ingledene Walkin to Love, fékk meistaraefni, vara CACIB

3.sæti. Nætur Brák, fékk heiðursv og meistaraefni

í Öldungaflokk yngri, rakkar:

1.sæti. Adam First Born av Northern Bones

í öldungaflokk eldri, rakkar

1.sæti. Steadwyn Sacred Blues

á sumarsýningu mættu 8 hundar.

Rakkar.

1.sæti. Steadwyn Sacred Blues,meistarastig, BHT l

Tíkur.

1.sæti. Ingledene Walkin to Love. meistarastig,BHT ll

2.sæti. Nætur Brák, heiðursv, meistaraefni

á haustsýningu mættu 3 hundar.

Rakkar:

10

1.sæti. Phrostmade Dazzling Duke,meistarastig,CACIB,BHT l.

Tíkur:

1.sæti. Ingledene She´s The Power, meistarastig.CACIB.BHT ll.

2.sæti Nætur Brák.meistaraefni

Titlar á árinu , 3 hundar fengu meistarartitil,

INT,N, DK CH Steadwyn Sacred Blues, fékk titiinn ISCH og NORDUCH

Phrostmade Dazzling Duke, fékk ISCH

Ingledene She´s The Power,fékk ISCH

Sex colliehundar mættu í augsnkoðun á árinu og voru niðurstöður þar allar mjög

góðar.

Tengiliður , Guðríður Magnúsdóttir.

MALINOIS

Got fæddist 10 Feb 2007 undan Cayu og Thor du Baiser Orangeux. Það komu 7 hvolpar, 6 tíkur og einn rakki.

Thor du Baiser Orangeux var í sameign með kennel Shirockys í Noregi, og hann flutti aftur til þeirra á árinu.

Það tóku tveir Malinois hundar þátt í októbersýninguna. Þíða, IS10705/07, fékk heiðursverðlaun. Úlfrún, IS10701/07, fékk fyrsta einkunn.

Lindjax Cilla, Freyja, stóðst B-próf í spor fyrir björgunarhunda í október.

Fíkniefnahundur lögreglunnar á Blönduósi, Lindjax Cilla “Freyja” stóðst starfsleyfisúttekt í lok október og er hún þá útskrifuð sem fíkniefnahundur og má Freyja kalla sig það formlega hér eftir.

Á deildarsýningunni 20. jan tóku tveir Malinois hundar þátt og gekk þeim báðum mjög vel. Besti hundur tegundar 1. sæti og Íslenskt meistarastig varð Úlfrún, IS10701/07, og besti hundur tegundar 2. sæti og Íslenskt meistaraefni varð Þruma.

Tengilður, Ylfa Ólafsdóttir.

______________________________________________________________

Pon - skýrsla 2007 ______________________________________________________________ Í mars á vorsýningu HRFÍ tók Kolka, eini PONinn á Íslandi, þátt í hvolpaflokki í sinni fyrstu sýningu. Hún var dæmd af Finnanum Johan Juslin sem gaf henni góða umsögn. Hún tók svo þátt í úrslitum um besta hvolp sýningar 6 til 9 mánaða. Á vordögum fékk Kolka tilboð um að leika í sjónvarpsauglýsingu fyrir þýskt tryggingafélag í gegnum Ástu Dóru hundaþjálfara sem Kolka hafði verið á hlýðninámskeiði hjá. Afraksturinn voru tvær stuttar sjónvarpsauglýsingar og ljósmyndir á vef fyrirtækisins með Kolku og ungu pari við leik á strönd á Snæfellsnesi sem voru birtar í þýsku sjónvarpi. Í byrjun október á haustsýningu HRFÍ fékk Kolka 1. einkunn, besti hundur tegundar, heiðursverðlaun, íslenskt og alþjóðlegt meistarstig og mjög góða umsögn hjá pólska dómaranum Tomaz Borkowski. Lenti hún svo í þriðja sæti í tegundahópi 1 þar sem Harry Tast dæmdi. Seinna í október tók Kolka þátt í smalaeðlisprófi fjárhundadeildarinnar. Hún stóðst prófið og höfðu bæði menn og hundar gaman af. Það er von að hægt verði að vinna meira með þetta eðli á vegum fjárhundadeildar í framtíðinni. Ný og endurbætt heimasíða var síðan opnuð seinnihluta ársins á slóðinni Northpon.com. Þar er hægt að kynna sér tegundina og ræktunarviðmið ásamt því að lesa fréttir og skoða ljósmyndir og myndskeið af tegundinni. Af heilsufari má telja upp að mjaðmir voru myndaðar og reyndust báðar A. Finn Bøserup skoðaði augun sem voru í lagi. Niðurstaða úr blóðprufu vegna TSH og T4 var góð. Af öðru má nefna að PON reyndist vel í hlýðni, hundafimi og klikker á árinu sem leið

12

ÁRSSKÝRSLA PULI 2007

Hér koma helstu punktar frá Puli. Arankas Knock Me Out "WOODIE" varð Íslenskur meistari og Midseamanor Gubanc hefur staðið sig með príði og er komin með stig til Ísl. meistara. Bæði hafa þau lokið skapgerðarmati með ágætum.

Það sem ber þó lang hæðst, er að fyrstu Puli-börnin hérlendis, litu dagsins ljós þann 01-01"08 Einn kolsvartur rakki og maskos fako tík....Hamingjan hér á bæ er mikil yfir þessu öllu. Foreldrum og hvolpum líður vel og hvolparnir stæðilegir. Pulikveðja Ása

SHETLAND ÁRSSKÝRSLA SHEEPDOG F/ÁRIÐ 2007.

Í dag eru 25 Shetland sheepdog hundar skráðir hjá HRFÍ, og á lífi.

Göngur:

Tvær göngur voru farnar á árinu.

Sheltie eigendur hittust laugardaginn 3. feb. Farið var í létta göngu frá Grund í Mosfellsdal og gengið um dalinn. 12 hundar mættu í gönguna ásamt eigendum sínum.

Sheltie eigendur hittust einnig laugardaginn 5. maí sl. og fóru saman í skemmtilega gönguferð úr Mosfellsdalnum og þaðan upp í Skammadal. 10 hundar mættu í gönguna ásamt eigendum sínum.

Eftir göngurnar báðar fengum við okkur léttar veitingar og spjölluðum saman.

Sýningar:

Á Alþjóðlegri hundsýningu HRFÍ í mars voru 10 Shetland sheepdog hundar voru sýndir, dómari í tegund, grúppu og úrslitum var Johan Juslin frá Finnlandi. Dómari í besti hvolpur sýningar (6 - 9 mánaða) var Cathy Delmar frá Írlandi. Þetta var mikill gleðidagur fyrir sheltiefólk því í fyrsta skipti var Shetland sheepdog hundur valinn besti hundur sýningar! Þessum frábæra árangri náði Fiona (Aha Hot Fine Fairiedream), tík í eigu Vignis Sigurðssonar og fjölskyldu, en sýnandi var Þorbjörg Ásta Leifsdóttir. Sigur Fionu var enn sætari þar sem dóttir hennar, Mira (dóttir Fionu og Felix), var valin besti hvolpur sýningar (6-9 mánaða). Eigandi hennar er Guðrún Lárusdóttir, eiginkona Vignis og sýndi Vignir hana til sigurs.

Einnig náði Felix (NORDC, ISCH, SUCH, DKCH Moorwood Future Destiny), þeim frábæra áfanga að fá fjórða alþjóðlega meistarastigið sitt og bæta því alþjóðlegum meistaratitli, INTUCH, við nafnið sitt!

Úrslit urðu annars sem hér segir: Hvolpaflokkur 6-9 mánaða rakkar 1. sæti Fáfnir, IS10173/06, 12.06.2006 Heiðursverðlaun 2. sæti Magnificent Northern Light (Tristan), IS10178/06, 29.08.2006 Hvolpaflokkur 6-9 mánaða tíkur 1. sæti Míra, IS1074/06, 12.06.2006 Heiðursverðlaun, Besti hvolpur tegundar, Besti hvolpur sýningar 2. sæti Mysterious Twilight (Tilda), IS10176/06, 29.08.2006 Heiðursverðlaun 3. sæti Marvellous Sunnlight (Sunna), IS10175/06, 29.08.2006 4. sæti Magical Moonlight (Lúna), IS10177/06, 29.08.2006 Opinn flokkur rakkar Bláfelds Artic Gun (Leo), IS07471/03, 13.07.2003 1. einkunn. Meistaraflokkur rakkar NORDC, ISCH, SUCH, DKCH Moorwood Future Destiny, IS10402/07, 10.06.2001 Meistaraefni. Alþjóðlegt meistarastig. Besti rakki tegundar. Opinn flokkur tíkur Aha Hot Fine Fairydream, IS08707/05, 12.05.2003 Íslenskt- og alþjóðlegt meistarastig. Besta tík tegundar. Besti hundur tegundar. 1. sæti í tegundarhópi 1. Besti hundur sýningar. Moorwood Caribbean Night Heiress, IS07623/04, 27.06.2003 2. besta tík tegundar. Meistaraefni. Vara alþjóðlegt meistarastig.

Á Sumarsýningu HRFÍ voru fimm shetland sheepdog skráðir til leiks hjá rússneska dómaranum Eugene Yerusalimsky.

Úrslit urðu eftirfarandi: Fáfnir: 1.eink unglfl. 1. sæti unglkfl, hv, 1.sæti opn fl, mstig, BR-1, BHT-1, BIG-3 Felix(Norduch Ism Such, Dkuch Moorwood Future Destiny): 1.sæti meistarafl. mefni, BR-2 Tilda(Mysterious Twilight): 1.sæti unglfl. hv. 1.sæti opn kfl, mstig, BT-1, BHT-II

14

Dimma (Moorwood Caribbean Night Heiress): 1.eink. 2.sæti opn kfl, mefni BT-2 Sunna (Marvellous Sunlight): 1.eink. unglfl, 2.sæti unglkfl.

Á Haustsýningu HRFÍ var voru fimm Shetland sheepdog skráðir til leiks hjá pólska dómaranum Tomasz Borkowski. Úrslit urðu eftirfarandi: Bláfelds Arctic Gun (Leó): Eigandi: Erna Valsdóttir, Ræktandi Guðrún Th Guðmundsdóttir. 1.eink opnum fl. 1. sæti opnum kfl, HV, M.stig, CACIB, BR-1 , BHT-1, Fáfnir: Eigandi: Svala Hrönn Jónsdóttir, Ræktandi Vignir Sigurðsson. 1 sæti í Unghundafl. HV. 2.sæti í opnum kfl, M.efni, BR-2. ISCH Moorwood Hansome Future (Bangsi): Eigandi: Lilja Dóra Halldórsdóttir, Ræktandi Birgitta og Per Svarstad. 1.sæti meistarafl. M.efni, R-CACIB, BR-3 Moorwood Caribbean Night Heiress (Dimma): Eigandi: Guðrún Th Guðmundsdóttir, Ræktandi Birgitta og Per Svarstad. 1.sæti opnum kfl. HV. Ísl M.stig, Alþjóðlegt M.stig (CACIB) BT-1, BHT-ll Marvellous Sunlight (Sunna): Eigandi: Róbert Daníel Jónsson, Ræktandi Elínborg Birna Sturlaugsdóttir. 1.eink unglfl. 1. sæti unglkfl. Heiðursverðlaun, M.efni, BT-2

Nýir Meistarar:

Nýr Íslenskur Meistari hefur bæst í hóp annara meistara af tegundinni Shetland Sheepdog. Það var tíkin Moorwood Caribbean Night Heiress (Dimma) náði þeim árangri haustsýningu HRFÍ síðastliðinni. Eigandi Dimmu er Guðrún Th Guðmundsdóttir, og ræktendur eru Birgitta og Per Svarstad, Kennel Moorwood.

FCI hefur staðfest alþjóðlegan meistaratitil (INTUCH) Felixar, Ch Moorwood Future Destiny. Felix hefur snúið aftur til Svíþjóðar og óskum við eigendum hans, þeim Birgittu og Per Svarstad og Lilju Dóru Halldórsdóttur til hamingju með titilinn!

Innflutningur:

Í ágúst festi Lilja Dóra Halldórsdóttir kaup á blue merle hvolpi frá þeim Per og Birgittu Svarstad í Svíþjóð (Moorwood ræktun). Í ættartré drengsins koma saman eftirsóknarverðar ástralskar (frá Hillacre Kennel) og kanadískar (frá Kennel GrandGables) línur og hafa alsystkini hans úr fyrra goti komið sérlega vel út. Hann verður væntanlega laus úr einangrun í Hrísey í mars 2008

Í desember festi Róbert Daníel Jónsson kaup á fallegri þrílitri tík frá GrandGables ræktun í Kanada. GrandGables er mjög virt ræktun og því er þetta óneitanlega spennandi fyrir okkar ræktun hér heima að fá þeirra línu hingað til landsins. GrandGables Icelandic Queen kemur til landsins í einangrun í lok apríl.

Heimasíðan:

Heimasíðan sheltie.is hefur stækkað og dafnað og eru heimsóknir á hana á dag fjölmargar. Til stendur að stækka síðuna á næsta ári og er vonandi að okkur takist að fjölga hundunum í samræmi við áhuga okkar sem að þessu stöndum.

Hvolpafréttir:

10 Apríl fæddist 1 hvolpur undan Dimmu og Felix. 15 dögum síðar var hann allur eftir að hann veikist um viku gamall. Ekki var ljóst hvað það var sem varð honum að aldurtila en hann fæddist stór og frískur og fékk alla mögulega og ómögulega meðferð í veikindum sínum án árangurs.

Þann 7 júlí fæddust 5 hvolpar hjá Vigni Sigurðssyni, undan Fionu og Felix, 2 dauðir hvolpar, og 3 lifandi tíkur. Ein dó viku gömul þannig að eftir stóðu tveir tíkarhvolpar. Því er skemmst frá því að segja að önnur tíkin var flutt út til Svíþjóðar þar sem hún veiktist og var lógað í kjölfarið. Reyndist hún vera með nýrnabilun. Því komst aðeins einn hvolpur á legg úr gotinu sem er nú í eigu Lilju Dóru Halldórsdóttur.

22 júli var svo got undan Rispu (Bláfelds Arctic Morning Star) og Felix. 3 hvolpar voru í því goti, einn sem fæddist dauður, og tík sem var haldið á lífi í rúma viku áður en hún dó. Krufning leiddi í ljós nýrna displasa. Eini hvolpurinn sem lifði úr gotinu, tík

16

var svo lógað 24.11.07. Hún var þá orðin veik og kom í ljós að nýru hennar störfuðu ekki að gagni.

Þetta eru mikil áföll í svo fá”mennri” tegund, og ekki höfum við fengið staðfest hvað veldur, þar sem hingað til hefur t.d. nýrnabilun ekki vera talinn neinn sérstakur “tegundarsjúkdómur” í sheltie.…

Eftir stendur að af 9 “fóstrum” er aðeins einn lifandi hvolpur í dag, sem er skelfilegt.

28. febrúar 2008.

Guðrún Th Guðmundsdóttir.

Tengiliður Shetland Sheepdog.

Powered by Create your own unique website with customizable templates.
  • Heim
  • FRÉTTIR
    • ELDRI FRÉTTIR
  • UM DEILDINA
    • STJÓRN OG TENGILIÐIR
    • ÁRSSKÝRSLUR
    • FUNDARGERÐIR
    • STARF TENGILIÐS
  • HEILSUFARSKRÖFUR
  • SMALAEÐLIS- OG FJÁRHUNDAPRÓF
  • DEILDARSÝNINGAR
  • TEGUNDIR
    • AUSTRALIAN CATTLE DOG
    • AUSTRALIAN SHEPHERD
    • BEARDED COLLIE
    • BEAUCERON
    • BORDER COLLIE
    • BRIARD
    • COLLIE ROUGH
    • COLLIE SMOOTH
    • OLD ENGLISH SHEEPDOG
    • PEMBROKE WELSH CORGI
    • SHETLAND SHEEPDOG
    • WHITE SWISS SHEPHERD DOG